Hæstiréttur: Tveir fíkniefnasalar dæmdir í fangelsi HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo menn til fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Franklín Kr.

Hæstiréttur: Tveir fíkniefnasalar dæmdir í fangelsi

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo menn til fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Franklín Kr. Steiner, 42 ára gamall, var dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar en í nóvember 1986 fundust 163,5 grömm af amfetamíni á heimili hans íReykjavík. Franklín hefur áður hlotið þunga refsidóma hérlendis og erlendis fyrir fíkniefnabrot.

Staðfest var refsiákvörðun héraðsdómara. Sannað þykir, þráttfyrir neitun Franklíns, að hann hafi ætlað að selja efnið í ágóðaskyni. Í maímánuði síðastliðnum var hann dæmdur til níu ma´naða fangelsisvistar í sakadómi í ávanaog fíkniefnamálum eftir að um 100 grömm af amfetamíni og 300 grömm af hassi fundust í fórum hans. Hann undi þeim dómi.

Þá staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdómara um tveggja ára fangelsisvist yfir Jóhannesi Karlssyni, 28 ára gömlum, fyrir að hafa, ásamt breskum manni, smyglað til landsins frá bandaríkjunum 56 grömm af kókaíni. Mennirnir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur með efnið í fórum sínum í febrúarmánuði síðastliðnum. Bretinn var dæmdur í sakadómi til 14 mánaða fangelsisvistar og áfrýjaði ekki.