Landsbankinn: Vextir hækka á hluta óverðtryggðra lána BANKARÁÐ Landsbankans samþykkti á fundi sínum í gær að hækka vexti af hluta óverðtryggðra útlána frá og með 11. júní nk.

Landsbankinn: Vextir hækka á hluta óverðtryggðra lána

BANKARÁÐ Landsbankans samþykkti á fundi sínum í gær að hækka vexti af hluta óverðtryggðra útlána frá og með 11. júní nk. Víxilvextir hækka úr 28% í 31% og vextir af yfirdráttarlánum hækka úr 31,5% í 34,5%. Frá og með 21. júní hækka vextir af óverðtryggðum skuldabréfum úr 30,5% í 33,5% og vextir af afurðalánum í íslenskum krónum úr 27,5% í 30,5%.

Bankaráðið samþykkti ennfremur að hækka vexti af almennum sparisjóðsbókum úr 15% í 17% og vexti af Einkareikningi úr 14% í 16%.

Hætt var við hækkun vaxta af verðtryggðum skuldabréfum sem eru nú 7,25% hjá Landsbankanum. Búnaðarbankinn hækkaði vexti af slíkum lánum úr 7,25% í 8,25% fyrir skömmu og hjá öðrum bankastofnunum eru algengir vextir af verðtryggðum skuldabréfum á bilinu 7,75%-9,25%.