Sprengjuhótun í Flugleiðavél SKÖMMU fyrir hádegi í gær barst flugumferðarstjórn á Fornebu-flugvelli við Osló aðvörun um að sprengja væri um borð í flugvél Flugleiða, sem átti að fara að leggja af stað til Keflavíkur.

Sprengjuhótun í Flugleiðavél

SKÖMMU fyrir hádegi í gær barst flugumferðarstjórn á Fornebu-flugvelli við Osló aðvörun um að sprengja væri um borð í flugvél Flugleiða, sem átti að fara að leggja af stað til Keflavíkur.

Um klukkustundarseinkun varð á fluginu á meðan lögregla gekk úr skugga um að í vélinni væri enga sprengju að finna.