Alaska: Laxveiðum frestað vegna olíumengunar Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

Alaska: Laxveiðum frestað vegna olíumengunar Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta laxveiðum við Kodíak-eyju undan suðurströnd Alaska, en þessar veiðar áttu að öllu forfallalausu að hefjast í gær, föstudag. Ástæða frestunarinnar er sú að tíu laxar, þeir fyrstu sem hafa verið veiddir eftir olíulekann mikla 24. mars, voru ataðir olíu.

Með frestuninni gefst sérfræðingum meiri tími til að rannsaka veiðisvæðin umhverfis Kodiak-eyju. Vísindamenn og sjómenn voru hvor irtveggja hlynntir frestuninni.

Ef svo ólíklega skyldi fara að olíulekinn kæmi í veg fyrir laxveiðar á þessu ári hefði það afdrifaríkar afleiðingar. Laxastofnin yrði allt of stór og iðnfyrirtækin sem byggja allt sitt á laxveiðum yrðu gjaldþrota. í fyrra veiddist lax við Alaska fyrir um 100 milljónir dala.

Mikill fjöldi sportveiðimanna hefur afpantað veiðileyfi sín og gistiaðstöðu og eru allar líkur á að sárafáir veiði á ýmsum heimsfrægum lax veiðistöðum í Alaska á þessu ári.

Steve Cowper, ríkisstjóri Alaska, er nú á ferðalagi og kemur við í 48 ríkjum Bandaríkjanna. Tilgangur ferðarinnar er að fullvissa Bandaríkjamenn um að olíulekinn hafi lítil sem engin áhrif á vinsælustu ferðamanna- og laxveiðstað ina, en þjónusta við ferðamenn er mikil tekjulind fyrir Alaskabúa.

Mikil óánægja ríkir yfir því hvernig staðið hefur verið að hreinsun olíulekans og hefur ríkisstjórinn sagt að Alaskaríki sé reiðubúið að annast hana á kostnað Exxon-olíu félagsins.

Reuter