Færri gyðingar flytja frá Sovétríkjunum Genf. Reuter. ALLS fluttust 3.333 sovéskir gyðingar frá Sovétríkjunum í maímánuði síðastliðnum samanborið við 4.129 í apríl. Þetta kom fram í skýrslu ICM, alþjóðlegrar nefndar í Genf sem fjallar um búferlaflutninga.

Færri gyðingar flytja frá Sovétríkjunum Genf. Reuter.

ALLS fluttust 3.333 sovéskir gyðingar frá Sovétríkjunum í maímánuði síðastliðnum samanborið við 4.129 í apríl. Þetta kom fram í skýrslu ICM, alþjóðlegrar nefndar í Genf sem fjallar um búferlaflutninga.

Af þeim sem fluttust frá Sovétríkjunum í síðasta mánuði fóru 96 til Ísraels en aðrir til Ítalíu þarsem þeir biðu landvistarleyfis í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum, að sögn talsmanns ICM.

Alls hafa 16.197 gyðingar flutt frá Sovétríkjunum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, þar af hafa 524 flutt til Ísraels. Árið 1988 fluttu 20.082 gyðingar frá Sovétríkjunum.

Reuter