Skoðanakönnun DV: 3 af hverjum 4 andvígir ríkisstjórninni Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða ef kosið væri í dag RÍKISSTJÓRN Steingríms Hermannssonar nýtur fylgis tæplega fjórðungs kjósenda, samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið Vísir birti í gær.

Skoðanakönnun DV: 3 af hverjum 4 andvígir ríkisstjórninni Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða ef kosið væri í dag

RÍKISSTJÓRN Steingríms Hermannssonar nýtur fylgis tæplega fjórðungs kjósenda, samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið Vísir birti í gær. Í könnuninni kváðust 23,6% þeirra, sem tóku afstöðu vera fylgjandi stjórninni en 76,4 % andvígir henni. Í skoðanakönnun sem DV gerði í mars naut ríkisstjórnin stuðnings 37,1% þeirra sem tóku afstöðu en 62,9% lýstu sig andvíga henni. Í könnuninni var einnigspurt um afstöðu manna til stjórnmálaflokkanna. 47,7 % þeirra sem afstöðu tóku sögðust mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef gengið væri tilkosninga nú. Í mars voru þeir 46% en í síðustu alþingiskosningum fékk flokkurinn 27,2% atkvæða.

Skoðanakönnun DV fór fram miðvikudaginn 7. júní og fimmtudaginn 8. júní. Hringt var í 600 manna úrtak, sem skiptist jafnt eftir kynjum og milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Í skoðanakönnuninni var spurt: Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni? 18,7 sögðust vera henni fylgjandi, 60,5% andvígir, 18,7% voru óákveðnir og 2,2% svöruðu ekki. Af þeim sem tóku afstöðu voru því 23,6% fylgjandi stjórninni en 76,4% henni andvígir. Í könnun sem DV gerði í mars naut ríkisstjórnin fylgis 37,1% þeirra sem tóku afstöðu, en 62,9% voru henni andvígir.

Í skoðanakönnuninni var ennfremur spurt, hvaða framboðslista fólk myndi kjósa, ef kosningar færu fram nú. 4,2% sögðust myndu kjósa Alþýðuflokkinn, 9,7% Framsóknarflokkinn, 24,5% Sjálfstæðisflokkinn, 4,0% Alþýðubandalagið, 0,3% Stefán Valgeirsson, 0,5% Flokk mannsins, 0,5% Borgaraflokkinn, 6,8% Kvennalistann, 0,7% Þjóðarflokkinn, 0,2% Græningja, 45,2% voru óákveðnir og 3,5% svöruðu ekki. Fylgi Frjálslynda hægriflokksins mældist ekki í könnuninni.

Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni fær Alþýðuflokkurinn 8,1% nú, fékk 8,0% í skoðanakönnun í mars en 15,2% í kosningunum 1987. Framsóknarflokkurinn fær 18,8% nú, 17,8% í mars en í kosningunum 18,9%. Sjálfstæðisflokkurinn fær 47,7% stuðning nú, fékk 46,0% í síðustu skoðanakönnun en fylgi hans í síðustu alþingiskosningum var 27,2%. Alþýðubandalagið fær 7,8% nú, fékk 10,1% í mars en 13,3% í kosningunum. Stefán Valgeirsson fær 0,6% í þessari skoðanakönnun, fékk 0,3% íþeirri síðustu en 1,2% í kosningunum. Flokkur mannsins fær 1,0% nú, 0,3% í mars en 1,6% í kosningunum. Borgaraflokkurinn fær 1,0% nú, fékk 2,4% en í alþingiskosningunum 1987 10,9%. Kvennalistinn fær 13,3% fylgi nú, fékk 14,2% í mars en 10,1% í kosningunum. Þjóðarflokkurinn fær 1,3% nú, 0,9% í mars en 1,3% í kosningunum. Græningjar fá 0,3% fylgi samkvæmt þessari könnun. Fylgi þeirra mældist ekki í mars og þeir buðu ekki fram í síðustu kosningum.