Minning: Sigríður Kjartansdóttir frá Völlum Í dag verður til moldar borin frá Kotstrandarkirkju Sigríður Kjartansdóttir fyrrum húsfreyja á Völlum í Ölfusi. Sigríður fæddist á Völlum, og þar bjó hún lengst af; fyrst í foreldrahúsum hjá foreldrumsínum, þeim Gíslínu Gísladóttur og Kjartani Markússyni, og síðar ásamt manni sínum, Birni Jónassyni frá Reykjafirði í Arnarfirði. Bjuggu þau Björn og Sigríður lengst af félagsbúi með bróður Sigríðar, Sigurgísla Kjartanssyni, sem var ókvæntur.

Þau Sigríður og Björn áttu þrjúbörn: Gíslínu, búsett í Reykjavík, gift Ingvari Christiansen; Kjartan bónda á Völlum, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur og Jónas rafverktaka í Mosfellsbæ, sem kvæntur er Ásdísi Frímannsdóttur. Að auki ólu þau Björn og Sigríður að nokkru upp elstu dóttur Gíslinu, Sigríði Pálsdóttur.

Þegar ég hugsa til baka til þeirra ára, sem ég var að alast upp á Öxnalæk í Ölfusi, man ég að oft fannst mér sem umhverfið markaðist af þremur mikilvægum stöðum, sem yfirgnæfðu allt annað. Þessir hornsteinar æskuára minna ásamt sjálfu heimili foreldra minna á Öxnalæk voru nágrannabæirnir þrír: Vellir, Vorsabær og StóriSaurbær. Á Stóra-Saurbæ bjó Jó hanna Sigurjónsdóttir með fjórum sonum sínum, Saurbæjarbræðrum. Á Vorsabæ eru svo Júdith og Ög mundur Jónsson, og á Völlum þau Sigríður og Björn, Sigurgísli og móðir þeirra háöldruð, Gíslína Kjartansdóttir. Allt þetta fólk bar með sér það besta, sem fyrirfinnst meðal íslensks sveitafólks, þess fólks sem mér finnst enn í dag vera hinn eini og sanni "íslenski aðall" hvað sem líður borgmenningu og breyttum lífsháttum. Allt þetta fólk var stolt af uppruna sínum og stöðu, þó án alls stærilætis. Þetta fólk var heilsteypt og sannir vinir vina sinna, jafnt á erfiðum tímum sem á gleðistundum. Fæst af þessu fólki gerði víðreist, en var þó víðsýnna en flest fólk, sem ég hefi síðar kynnst.

Heimilið á Völlum var annálað myndarheimili, og gestrisni Sigríðar var við brugðið. Engan þekkti ég, sem komst upp með að koma að Völlum og fara þaðan aftur, án þess að þiggja góðgjörðir. Kæmi það fyrir, að við krakkarnir á Öxnalæk værum send áríðandi erinda, til dæmis á háslætti, þá var blátt bann lagt við því að við tefðum lengur en þörf var á. Sigga á Völlum lét það hins vegar ekkert á sig fá, og oft man ég eftir að hafa fengið mjólkurglas og heita flatbrauðs sneið út á hlað, þegar ekki var tímitil að dvelja. Þær stundir eru mér þó miklu minnisstæðari, þegar ég kom að Völlum og hafði nægan tímatil að hitta vin minn og leikfélaga; yngsta soninn, Jónas. Það var vel tekið á móti öllum á Völlum, og venjulega á þann hátt að börnin fengu nægan tíma til sinna leikja, en um leið var börnum tekið af mikilli alúð og gestrisni eins og öðrum gestum, þar var ekki farið í manngreinarálit eftir aldri. Hinu man ég einnig vel eftir, að það var betra að vera vel undirbúinn, þegar sest var til borðs niðri í eldhúsi, þarsem eldur logaði í gamalli eldavél. Þar var ætlast til að komumaður kynni skil á öllu sem snerti búskapinn heima, svo sem það er varðaði tilhleypingar, sauðburð og fleira sem efst var á baugi á hverri árstíð. Um þessi mál spurðu þau gjörla á Völlum, einkum Sigurgísli, Gíslína gamla og Sigríður. Ekki var það gert af forvitni eða hnýsni um annarra hagi, heldur frekar til að kanna hve athugull hinn ungi gestur væri, og eins held ég vegna þess að börnum jafnt sem fullorðnum átti að skiljast um hvað lífsbaráttan snerist. Hjá okkur snerist hún um bú skap og hann var því aðalumræðuefnið.

Því fór þó fjarri að alvaran væri alltaf í fyrirrúmi á Völlum. Þar voru haldnar fleiri og stærri veislur en gerðist í nágrenninu, bæði árleg jólaboð og eins fagnaðir tengdir afmælum og öðrum merkisatburð um. Vallafólkið var alla tíð afar samhent, en auðvitað mæddi allur gestagangur og heimilishald fyrstog fremst á Sigríði húsfreyju. Þarvar hvergi slegið slöku við, þótt oft væri annríkið mikið og vinnudagurinn langur.

Eftir að Björn á Völlum og Sigurgísli bróðir Sigríðar voru báðir látnir, tóku þau við búinu, Kjartanog Sigríður kona hans. Þar er allt heimilishald enn með myndarbrag, en Sigríður fluttist hins vegar tilReykjavíkur. Ekki þó til að setjast í helgan stein, heldur tók hún við starfi í menntamálaráðuneytinu, þar sem hún hafði umsjón með kaffistofu allt til þess er hún veiktist fyrir skömmu. Þar hefur Sigga á Völlum vafalaust verið á réttri hillu ekki síður en á Völlum, og ekki efast ég um að í ráðuneytinu hafi hún þjónað fólki til borðs með þeirri alúð og gestrisni, sem henni var runnin í merg og bein.

Þegar Sigga á Völlum er öll finnst mér sem ákveðnum þætti sé lokið; ekki aðeins jarðvist hennar hér á meðal okkar, heldur finnstmér sem Ölfusið sjálft verði aldrei samt aftur. Eldra fólkið á Völlum er nú allt horfið yfir móðuna miklu, og með því er horfinn hluti þess gamla Íslands, sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast. Þar var stórfjölskyldan hornsteinninn og allt stóð á traustum grunni sem hús á bjargi reist. Vonandi tekst okkur sem eftir lifum að hafa í heiðri sem mest af lífsgildum þessa góða fólks.

Sigríður á Völlum er nú horfin á vit æðri tilvistar, og eftir lifir minning um góða manneskju. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína.

Anders Hansen