Gylfi Þ. Gunnarsson ­ Kveðjuorð Fæddur 17. janúar 1953 Dáinn 18. maí 1989 "Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið . . ." Á annan í hvítasunnu dró svart ský fyrir sólu þegar ég fékk hringingu frá Íslandi og mér var tjáð að hann Gylfi lægi meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.

Mig setti hljóða og minningarnar hrönnuðust upp. Ég gat ekki ímyndað mér hann liggjandi hreyfingar lausan. Hann var alltaf svo fullur lífsorku og honum varð aldrei misdægurt.

Ég kynntist Gylfa að einhverju ráði fyrir 10 árum þegar ég byrjaði í skóla í Reykjavík. Þá voru þau svo elskuleg, Helga og Gylfi, að bjóða mér að búa hjá sér í Dala landinu. Þar var mér tekið opnum örmum og var ég í heilan vetur hjá þeim eins og prinsessan á bauninni. Gylfi var alltaf svo hress og skemmtilegur og svo óstjórnlega stutt í góða skapið hjá honum, að það var alveg unun að fá að vera samvistum við hann. Svo var hann svo laghentur; það var alveg sama hvað fór úrskeiðis hjá manni alltaf var Gylfi boðinn og búinn til að kippa hlutunum í liðinn.

Gylfi var mikill útivistarmaður og unnandi öræfanna. Ef hann varekki á skíðum þá var hann í jeppa leiðangri upp um jökla og fjöll og firnindi. Einnig var hann á kafi í starfi hjá Flugbjörgunarsveitinni. Eftir veturinn hjá þeim fór ekki hjá því að ég fengi skíðabakterínuna því mér fannst satt að segja Gylfi vera eini maðurinn, sem hefði vit á svona hlutum.

En heimurinn er hverfull. Maðurinn með ljáinn knúði alltof snemmaá hans dyr, en það er víst satt, semsagt er, að þeir deyja ungir, sem guðirnir elska.

Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta ykkur, elsku Helga og börn, mína dýpstu samúð og vonaað góður Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg.

Við upphaf þessarar minningargreinar um vin og hálfgildings fóst urpabba um skeið setti ég brot úr ljóði eftir Tómas Guðmundsson og ég get ekki lokið kveðju minni til Gylfa betur en að vitna enn í sama ljóðskald:

" . . . þá blómgast enn og blómgast ævinlega

þitt bjarta vor í hugum vina þinna."

og loks:

"Já, þannig endar lífsins sólskinssaga.

Vort sumar stendur aðeins fáa daga.

En kannski á upprisunnar mikla morgni

við mætumst öll á nýju götuhorni."

Ég er alveg viss um það, að á nýju tilverustigi fær Gylfi að njóta frelsis og fegurðar öræfanna.

Benidorm, í maí,

Bergþóra Tómasdóttir.