Ásgerður Jónsdóttir ­ Minning Fædd 19. apríl 1895 Dáin 1. júní 1989 Hinn 1. júní sl. andaðist langamma mín, Ásgerður Jónsdóttir, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og í gær, 10. júní, var hún borin til grafar frá Dalvíkurkirkju.

Amma fæddist 19. apríl 1895 í Hrísgerði í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru þau Jón Gíslason bóndi í Grímsgerði, Fnjóskadal, og Kristín Karítas Magnúsdóttir.

Sú tilfinning sem vaknar í brjósti mínu við andlát ömmu er blendin. Söknuðurinn yfir því að amma skuli ekki vera lengur á meðal okkar er sár en jafnframt finn ég fyrir innilegu þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þess sem hún hafði að gefa.

Þegar ég hugsa til baka, um þær yndislegu stundir sem ég átti með ömmu, er mér efst í huga sú góðvild og sá jákvæði lífsskilningur sem hún hafði til að bera.

Þrátt fyrir háan aldur, en amma var á 95. aldursári, var hún vel á sig komin, þó að auðvitað hafi verið farið að draga af henni undir það síðasta. Amma fylgdist vel með þvísem var að gerast frá degi til dagsog þess vegna var einmitt svo ánægjulegt að hitta ömmu og spjalla við hana.

Á fyrstu búskaparárum foreldra minna bjuggum við fjölskyldan á efri hæðinni í Bjargi hjá afa, Sigfúsi Þorleifssyni, og ömmu. Allt fráþví ég man fyrst eftir mér á loftinu hjá þeim hefur amma verið sú persóna sem ég alla tíð bar mikla virðingu fyrir. Ég minnist þess sérstaklega þegar við systurnar vorum yngri og áttum dótaskápinn okkará ganginum við herbergi ömmu og afa. Við vorum komnar fram á gang fyrir allar aldir og lékum okkur í dótinu. En alltaf gættum við þess að ganga hljóðlega um til þessað vekja ekki ömmu og afa. Við létum hins vegar ekki bíða eftir okkur þegar við heyrðum að amma kallaði: "Þið megið koma inn." Þá var gott að fá að verma kaldar tærnar undir heitri sænginni og kúra í faðmi ömmu og afa.

Þær voru ófáar ferðirnar sem við systurnar fengum að fara með ömmu út í gamla hús. Þar hafði ýmsu verið safnað saman frá fyrri tíð sem spennandi var að skoða. Hver hlutur átti sína sögu sem amma sagði okkur frá með ánægju. Því amma var iðin við að segja okkur frá fyrri tíð, frá uppvexti sínum í Grímsgerði í Fnjóskadal og einnig fyrstu árum hennar hér á Dalvík.

Ég tel það forréttindi að hafafengið að alast upp hjá langömmu, því í samskiptum við hana lærðist mér að bera virðingu fyrir því fólkisem lagði grunn að þeirri velmegun sem við búum nú við. Okkur unga fólkinu hættir því miður alltof oft til þess að álíta að allt sé sjálfgefið. Við höldum að nútímalífsþæg indi séu eitthvað sem hefur alltaf verið til og muni alltaf vera til. Allt á að gerast hratt og fljótt og helst þannig að maður þurfi sem minnstað hafa fyrir hlutunum.

Amma vildi koma okkur í skilning um að svona lífsmáti gæti ekki endað öðruvísi en með skelfingu. Hún brýndi fyrir okkur að við yrðum að treysta á okkur sjálf því það væri forsenda þess að aðrir gætu treyst okkur. Vinnusemi og heil lyndi gagnvart sjálfum okkur og öðrum var gott veganesti fyrir unga stúlku og þau eru orðin mörg heilræðin hennar ömmu sem ég geymi með sjálfri mér.

Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka ömmu þá umhyggju sem hún sýndi mér alla tíð. Húnvar á margan hátt merkileg kona og það er ómetanlegt að hafa fengið að vera henni samferða. Að leiðarlokum þakka ég ömmu fyrir allt það sem hún var mér. Guð blessi minningu hennar.

Hermína Gunnþórsdóttir