Helga Þórarinsdóttir Í dag, 10. júní, fer fram frá Grindavíkurkirkju útför Helgu Þórarinsdóttur frá Bræðratungu í Grindavík. Mig langar til að minnast hennar með fáeinum orðum. Þegar ég rifja upp í huganum, þá sé ég fyrir mér dugmikla og skapheita konu, sem kaus athöfn frekar en andvaraleysi eða lódillu hátt eins og hún sjálf kaus að nefna það, þegar henni fannst áhugaleysis gæta við vinnu. Hún var í eðlisínu mjög dugleg kona og þurfti líka oft að vaka og vinna því barnahópurinn var stór.

Halda þurfi vel utanum hlutina því fátæktin var mikil. Helga var kjarnyrt og drenglynd með afbrigðum. Gestrisin var hún, og fann hún mjög fyrir því á síðustu árum, að geta ekki gefið gestum sem tilhennar komu kaffi og meðlæti í sama mæli og þegar hún var og hét húsráðandi og stjórnaði sínu heimili. Ég tel að Helga hafi veriðmjög sátt við að kveðja þennan heim og í raun farin að þrá hvíldina.

Veikindi hennar nú síðustu árin hömluðu henni að geta farið og heimsótt vini og vandamenn í Grindavík og víðar. Glaðværð og fórnfýsi voru hennar aðalkostir. Hún var trygglynd og átti marga vini og sérlega vinsæl á vinnustað. Aðeins rúmlega fimmtug missir hún mann sinn, Ólaf Jónsson, og verðurþá að fara út á vinnumarkaðinn tilað sjá sér og ungum syni sínum farborða því þá voru flest börnin farin að heiman og stofna sitt heimili. Kostirnir fyrir einstæða móður með ungbarn voru ekki margir þá, samhjálpin ekki sem nú á tímum og ekki líkt Helgu að láta aðra sjá fyrir sér. Vann hún fyrir sér ýmist sem ráðskona eða við fiskverkun.

Nú þegar ég kveð Helgu tengdamóður mína er mér efst í huga þakklæti til hennar. Hún leiðbeindi mér oft og það fór aldrei milli mála að hún vildi gera gott eitt og miðla af sinni reynslu. Helga trúði því staðfastlega að gleði og góðvild væri öllum nauðsyn ásamt trú á guðlega forsjón.

Ég vil þakka henni fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum saman oft þegar við vorum að ræða alvöru lífsins og tilgang, eða kannski pínulítið um pólitík, þá vorum við alltaf sammála. Ég trúi því og er fullviss að Helga á góða heimferð fyrir höndum. Guð blessi minningu hennar.

Guðveig Sigurðardóttir