Minning: Helga Þórarinsdóttir, Grindavík Fædd 6. júlí 1903 Dáin 27. maí 1989 Laugardaginn 27. maí síðastliðinn andaðist að Hrafnistu í Hafnarfirði amma mín, Helga Þórarinsdóttir frá Bræðratungu í Grindavík. Hún var á 86. aldursári er hún lést. Undangengin tvö til þrjú ár hafði hún átt við veikindi að stríða og dvaldi síðustu æviár sín á hjúkrunardeild Hrafnistu. Fyrir hönd aðstandenda færi ég hjúkrunarfólki þar kærar þakkir fyrir umönnun hennar í erfiðum veikindum samfara háum aldri.

Helga var fædd í Gerðiskoti í Flóa þann 6. júlí árið 1903. Húnvar dóttir hjónanna Þórarins Snorrasonar og konu hans, Gíslínu Ingibjargar Helgadóttur. Ung að aldri missti hún móður sína og ólst upp eftir það hjá föður sínum og síðar stjúpu, Ragnhildi Jónsdóttur, á Bjarnastöðum í Selvogi. Þau systkinin á Bjarnastöðum voru 12 talsins. Albræður ömmu minnar voru þeir Snorri bóndi í Vogsósum í Selvogi og Geir organisti í Keflavík, nú báðir látnir. Hálfsystkini ömmu á lífi eru: Ingibjörg og Þorgeir búsett í Grindavík og Valgerður og Hörður búsett í Hafnarfirði en látin eru: Kristín, Jón, Óskar, Ragnar og Sigurður.

Amma varð frá unga aldri að sjá sér farborða á eigin spýtur. Fljótlega eftir fermingu réðst hún í vist til Reykjavíkur og var hjá sama fólkinu í sjö vetur en á sumrum var hún vinnukona í sveit.

Ung að árum eignaðist hún dreng, Albert Egilsson, en varð að láta hann frá sér, slík voru kjörin þá. Albert var alinn upp hjá hjónunum Guðrúnu Þórðardóttur og Sigurði Jónssyni frá Ertu í Selvogi. Upphaflega ætlaði amma að taka drenginn til sín aftur er rættist úr fyrir henni en þegar til kom féll hún frá því. Hún mat það svo að það væri drengnum og góðum fósturforeldrum fyrir bestu, en þungbær var henni þessi ákvörðun. Al bert varð síðar sjómaður en lést af slysförum langt um aldur fram. Hann var kvæntur Sigríði Georgsdóttur.

Árið 1926 gengu í hjónaband amma mín og afi, Ólafur Jónssonfrá Hraunkoti í Grindavík. Þeim varð átta barna auðið og lifa þau öll. Þau eru: Þórarinn skipstjóri í Grindavík, kona hans er Guðveig Sigurðardóttir; Hulda Sigríður sjúkraliði, maður hennar er Jónas Hallgrímssonar; Hafsteinn húsasmíðameistari, kona hans Ásta Sæmundsdóttir; Jóna húsmóðir í Keflavík, maður hennar er Arnbjörn Ólafsson; Guðmundur verkstjóri í Keflavík, kona hans er Jane Ólafsdóttir; Ólöf húsmóðir, nú búsett í Kópavogi, gift Jóhanni Ólafssyni; Helgi sjómaður í Grindavík, kvæntur Vilborgu Guðjónsdóttur og Sigurður sjómaður í Grindavík, kona hans er Bára Sigurðardóttir. Börn, barnabörn og barnabarnabörn eru nú rúmlega eitt hundrað talsins. Afkomendurnir komu saman í Festií Grindavík þegar amma varð áttræð árið 1983, henni til mikillar gleði.

Búskap hófu þau amma og afi í Hraunkoti en reistu sér heimili árið 1943 að Bræðratungu í Grindavík. Má nærri geta að oft hefur verið þröngt í búi hjá þeim hjónum með þennan stóra barnahóp og ekki á vísan að róa með atvinnu og tekjur á þeim árum. Afi minn var það semkallað var þurrabúðarmaður, sótti sjóinn á vetrum en hafði engar gras nytjar handa skepnum svo að yfir sumarið varð hann að yfirgefa heimilið og barnahópinn og gerast kaupamaður í sveit. Reyndi þá mjögá ömmu mína og oft mun lífsbaráttan hafa gengið nærri henni en hún lét samt ekki bugast. Hún var að upplagi lífsglöð og félagslynd. Á yngri árum starfaði hun mikið með Kvenfélagi Grindavíkur en líklega hafa hennar mestu ánægjustundir verið með kirkjukór Grindavíkur en þar söng hún árum saman. Þótt afi syngi ekki með kórnum sóttu þau ætíð kirkju saman og meðal kórfélaga áttu þau góðar stundir og eignuðust sína bestu vini.

Ólafur, afi minn, lést árið 1954 eftir þungbær veikindi. Sigurður, yngsti sonur þeirra, var þá á fjórða ári. Amma min var mikil trúkona, ekki efaðist hún um að fundum þeirra afa ætti eftir að bera samaná ný.

Þegar afi minn lést hóf amma að vinna utan heimilis við ýmis störf. Hún vann í mötuneyti en mest í fiskvinnu og í fiski vann hún fram að sjötugu. Heimili átti hún síðustu árin í Grindavík að Sóltúni. Það hús reisti hún með Ólöfu dóttur sinni og tengdasyni, var því eðlilega náin samgangur með þeim mæðgum um langt skeið eða allt þar til hún fluttist að Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1977.

Amma átti góða daga að Hrafnistu fyrstu ár sín þar, eða á meðanhún hélt sæmilegri heilsu. Segja má að hún hafi notið lífsins. Hún fór til útlanda með eldri borgurum á Suðurnesjum og hún tók þátt í blómlegu félagslífi vistmanna á Hrafnistu. Þar eignaðist hún góða vinkonu, Dagbjörgu Sæmundsdóttur frá Siglufirði, sem nú er la´tin fyrir nokkrum árum. Allt þetta kunni hún vel að meta og var þakklát fyrir að fá að njóta.

Helga amma mín var gæfukona þrátt fyrir margvíslegt andstreymi í lífinu. Hún kom öllum börnum sínum til manns og uppskar þakklæti og virðingu þeirra. Börn hennar hafa látið sér annt um að hún mætti eiga notalega elli og það hefur verið henni til gleði að vitaaf hinum mikla fjölda afkomenda. Eftir að hún kom á elliheimilið dvaldi hún ætíð á jólum og öðrum hátíðum á heimili Ólafar dóttur sinnar. Fyrir það skulu henni færðar þakkir.

Að leiðarlokum vil ég þakka ömmu minni samfylgdina og óska þess að henni verði að trú sinni.

Guðrún Jónasdóttir