Afmæliskveðja: Ragnhildur Einarsdóttir Ein höfuðprýði Reykjavíkur er garðurinn að Sogabletti 2, með merkilegu brautryðjendastarfi í skógrækt í meira en hálfa öld hefur húsfreyjan á Sogabletti 2 auðgað borgina okkar. Vegfarandi, sem um Sogaveg ekur eða gengur, nemur staðar, er hann sér þennan garð, með mörgum stórum og fögrum trjám. Garðurinn er æskudraumur hinnar göfugmannlegu konu Ragnhildar Einarsdóttur. Í Sogamýri hefur Ragnhildur búið alla sína hjú skapartíð, en eiginmaður hennar var Þórður Sigurbjörnsson yfirtollvörður. Í garðinn fórnuðu þau hjónum marga áratugi feikna miklum tíma og orku, en Þórður féll frá 1985.

Ragnhildur hefur alla ævi haft mikinn áhuga á ættfræði og öllum sagnafróðleik. Snemma byrjuðu Ragnhildur og Þórður að safna ættfræðiritum og ævisögum, er bókasafn Ragnhildar mikið af vöxtum, góðra og allmerkra bóka, er fengur er af. En samhliða umsvifamiklum húsfreyjustörfum, er húnað fást við ættfræði, þegar hún kemst höndum undir.

Ragnhildur er afbragðs vel að sér í íslenzkri tungu og vekur at hygli vandað málfar hennar.

Ragnhildur er fædd í Reykjavík 12. júní 1909, dóttir hjónanna Margrétar Hjartardóttur Líndal frá Efra-Núpi í Miðfirði og Einars Gunnarssonar cand. phil. frá Nesi í Höfðahverfi, S.-Þing., f. 28. maí 1874, d. 23. nóvember 1922. Einar Gunnarsson lagði mikinn og merkilegan skerf til íslenzkrar menningar en féll því miður frá á bezta aldri aðeins 48 ára. Hann var stofnandi dagblaðsins Vísis 14. desember 1910 og ritstjóri nokkur ár. Einar var gæddur ágætum blaðamanns hæfileikum, greinar hans liprar og gagnorðar og draga athygli lesandans að kjarna efnis. Einar gaf út barnablaðið Unga Ísland og ritstjóri þess um langa hríð.

Samband Ragnhildar og föður hennar Einars Gunnarssonar var fagurt, og enn 66 árum eftir burtför hans til hærri heima, samstilltur ástaróður. Sætir því engri furðu, þó "sól brygði sumri" í lífi Ragnhildar er faðir hennar andaðist um aldur fram. Með óskeikulli snilld hefir Ragnhildur lýst fyrir mér hinum göfuga föður sínum, er hafði bæði mikil og góð áhrif á hana, varhenni skjól og skjöldur.

Ragnhildur hefur borið harm sinn með stillingu, en er ekki garðurinn að Sogabletti 2 hér í borg, þar sem hún fann svölun, og verðugur bautasteinn Einars Gunnarssonar.

Eftir andlát hins virta eiginmanns, Þórðar, hefur frú Ragnhildur verið umvafin ástúð dætra sinna, tengdasona, barnabarna, en þó ber að geta sólargeislanna hennar, er búa hjá henni á heimilinu, Jóhönnu, Gunnars Guttorms og Júlíusar O. Björnsson. Kennir þar lipurðar Ragnhildar og sérstakrar ljúfmennsku. Ég árna frændkonu minni allra heilla og blessunar guðs um ófarna ævidaga.

Helgi Vigfússon