Minning: Jóhann L. Jóhannesson, Silfrastöðum Það er birta og hlýja yfir minningu Jóhanns á Silfrastöðum, þessa mæta manns sem í dag verður jarðsettur á Silfrastöðum. Það eru aðrir mér færari að rekja æviferil Jó hanns heitins, en þessar línur eru ritaðar í virðingu og þökk fyrir að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með svo góðum dreng. Fljótlega eftir að ég réðst til starfa við skólann í Varmahlíð fyrir 15 árum kynntist ég þeim Silfrastaðahjón um. Þau voru þá og áfram um fjölda ára í forystusveit Skagfirðinga við uppbyggingu skólamann virkjanna í Varmahlíð. Í undirbúningi og framkvæmdum öllum var Jóhann formaður oddvitastjórnar aðildarhreppa skólans og jafnan að vinna framgangi skólans allt það er hann mátti, sannfæringu sinni trúr í því að góður skóli og aðstaða til að mennta æskuna er hornsteinn í hverri byggð. Hann var víðsýnn svo af bar, eda heimsmaður í víðum skilningi þess orðs, þess gætti allsstaðar í fari hans og störfum. Jafnan traustur og fastur fyrir í því er hann taldi satt og rétt, nærgætinn í umgengni við fólk og gat verið hrókur alls fagnaðar í góðra vinahópi. Hann var ötull stuðningsmaður hverskyns menningarstarfsemi í héraði, félagslega sinnaður og naut í því óskoraðs trausts samferðamanna í byggðarlaginu. Gegndi fjölda trúnaðarstarfa í áraraðir.

Jóhann Lárus var hlédrægur maður og ekki fyrir það að láta á sér bera. Hafði heldur skömm á hverskyns skrumi og tildri. Vann sín verk hljóðlega og af trúmennsku í stakri sátt við allt og alla.

Ég vil þakka forsjóninni fyrir, að ég átti þess kost að kynnast Jóhanni á Silfrastöðum og starfa með honum. Hann var vitur maður og með afbrigðum hollráður sem hefur reynst mér vel.

Helgu og öðrum ástvinum Jó hanns sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans.

Páll Dagbjartsson