Ingrid Kristjánsdóttir ­ Minning Fædd 5. maí 1926 Dáin 13. maí 1989 " . . . vorið blíða á burt nam líða" (Páll J. Árdal) Hún leit fyrst ljós heimsins á vordægri norður í Siglufirði og það slokknaði skyndilega á nýliðnu vor dægri sunnan fjalla. Og milli þessara dægra bar hún vorið blíða, bjarta, fagnandi og sæluríkt, allar ævistundir í svip og sál.

Hún ólst upp þegar ævintýra ljómann frá Siglufirði lagði um land allt og út fyrir landsteinana. Faðir hennar, Kristján Hallgrímsson, sjómaður og síðar síldarmatsmaður, kynnti sér síldarmeðferð alla í Noregi, og þannig varð silfur hafsins til þess að leiðir hans og Kaju Skoglund frá Norður-Noregi lágu saman. Þau gengu í hjónaband ytra og fluttust síðan til Siglufjarðar. Dætur þeirra þrjár, Jenfrid, Ingrid og Kristjana, voru enn á barnsaldri þegar Kristján faðir þeirra drukknaði fyrir Norðurlandi. En Kaja var afburðadugleg kona, sem fékk séð dætrum þeirra farborða og menntað að þeirra tíðar hætti, en auk al mennrar menntunar lærði Ingrid píanóleik syðra. Henni varð e.t.v. ekki tíðförult norður eftir að hún settist að í Reykjavík en var þó ævinlega bæði mótuð, eins og margir Siglfirðingar, af alþjóðlegum ævintýrablæ sumarsíldveiðanna og einangrun afskekktrar byggðar að vetrinum til. Slíkar andstæður fóstruðu í senn glaðvært og alvörugefið hjarta. Á sumrin týndust heimamenn næstum innan um út lendinga, og sjómenn og landverkafólk úr öllum byggðum landsins að kalla. En á veturna urðu heimamenn aftur næstum eins og ein stór fjölskylda við ysta haf, háð stórsjóum, stopulum samgöngum, stórum veðrum og miklum snjóum. En kyrrðin gat líka orðið jafn djúp og snjórinn, kyrrurnar og hlýjurnar á útmánuðum jafn minnisstæðar að sínu leyti og veðrin ströng, með tunglskinsbirtu eða sólbliki í blá hvítum fanndölum eða á form fagurri fjallshyrnu.

Þann veg varð ung mær jafnt undir það búin að umgangast fók þar sem iða mannlífsins er mest og hugleiða í kyrrð og ró dýpstu rök tilverunnar. Hæfileiki hennar til að sóma sér kvenna best í fjölmenni var augljós, en eigindi íhygli og alvöru duldist heldur ekki vinum hennar og vandamönnum. Þá eigind hafði hún sýnilega lagt rækt við. Hugleiðingar um hið eilífa og stóra voru ofarlega í hjarta þessa sóknar barns míns.

Fínleiki, næmleiki, fágun, prúðmennska og listfengi eru orð sem fengu lit og hljóm í lífi hennar. Húnvar hjartahlý kona. Hvarvetna og ætíð kærkomin vegna vingjarnlegs viðmóts við alla og tónlistarhæfileika sinna, sem hún gladdi marga með til síðasta andvarps.

Þessa ævintýrabrúði úr ævin týrabæ hlaut ungur listamaður úr öðru ævintýraplássi, Jónas Þórir Dagbjartsson frá Vestmannaeyjum, sá mikli ljúflingur og síðar landskunnur fiðluleikari. Með þeim var sannkallað jafnræði, og með eim tókust miklar ástir sem lögðu grundvöllinn að lífsgæfu þeirra og mótuðu heimilisbrag þeirra svo eindregið að til þeirra komu allir fúsir og fagnandi og fóru ennþá glaðari með bjartari trú á lífið og tilveruna. Svo samhent voru þau, svo ljúf, listelsk og skemmtileg. Og æskuvinir þeirra og félagar úr tónlistarlífinu léku oft með þeim og fyrir þau og gesti þeirra, sem geymist í minningunni.

Eiginkona mín, Álfheiður Laufey Guðmundsdóttir, ólst upp með Ingrid á Siglufirði ívið eldri. Þar byrjuðu þær kornungar að komafram og skemmta sér og öðrum með söng og leik. Mörgum árum seinna endurnýjuðu þær kunningsskapinn og tónlistariðkun sína hérí Reykjavík, skiputst á heimsóknum uns úr varð einlæg vinátta; eigi aðeins þeirra heldur og okkar eiginmannanna, og loks einkasonur þeirra, Jónas Þóris yngra. Það varð einnig upp úr vinskap okkar að þau gengu í Óháða söfnuðinn, þar semvið kona mín unnum okkar ævistarf innan kirkjunnar. Jónas Dagbjartsson hefir æ síðan látið Kirkju Óháða safnaðarins njóta tónlistarinnar og leikið með syni sínum með vinum sínum og félögum við guðsþjónustur af einskærri velvild í garð kirkjunnar. Síðast á 30 ára vígsluafmæli hennar 23. apríl í vor. Þá sátum við hjónin til borðs með þeim Ingrid og sáum hana í síðasta sinn, glaða og hjartahlýja að vanda. Sonur þeirra, Jónas Þórir var organisti minn síðustu þjónustuár mín og er enn organisti við kirkjuna, sama ljúfmennið' og tónlistarsálin sem foreldrar hans. Systrum hans, Lindu og Kristínu, höfum við haft minni kynni af en vissum þó ætíð vel að mikil eindrægni og ástúð ríkti í allri fjölskyldunni og að Ingrid, og þau bæði, elskaði barnabörnin eins og sín eigin börn og lifði fyrirað gleðja þau öll og hjálpa, hvernigsem á stóð, eins og tengdadóttir hennar hefir mælt eftir hana. Raunar mátti segja að hjálpsemi og góðvild í allra garð stafaði frá henni. Að vera í nálægð hennar og eiga trúnað hennar og vináttu, eins og við hjónin áttum, auðgaði og fyllti líf vina þeirra hjóna beggja. Því að hvorugt átti vin nema bæði. Svo sameinuð og nátengd voru þau í daglegri umgengni allri sem í tónlistinni, er þau iðkuðu oft saman og einmitt á þeirri stundu er engill dauðans kvaddi hana á braut. Það var táknrænt fyrir lífsævintýri þeirra, list þeirra og ást.

Við Álfheiður mín biðjum góðan Guð að styrkja og blessa vin okkar, sem harmar ástvin sinn.

Ævintýrabrúðurin bíður brúðguma síns í eilífa landinu, þar sem ekkert fær aðskilið anda sem unnast, þar sem enginn harmur er framar til.

Emil Björnsson