HÁDEGISVERÐURINN er aldrei ókeypis. Þættir í stjórnmálahagfræði er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Í kynningu segir: "Í þessari bók segir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson frá stjórnmálahagfræðinni, sem leitar hins hagkvæmasta skipulags í ljósi skortsins.
HÁDEGISVERÐURINN er aldrei ókeypis. Þættir í stjórnmálahagfræði er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.

Í kynningu segir: "Í þessari bók segir dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson frá stjórnmálahagfræðinni, sem leitar hins hagkvæmasta skipulags í ljósi skortsins. Hann lýsir ósýnilegri hendi Adams Smiths, kenningu Friðriks von Hayeks um samkeppni og séreign, kröfu Karls Marx um öreigabyltingu og deilum hagfræðinga eins og Johns Maynards Keyness og Miltons Friedmans um hagstjórn og hagskipulag. Hann tengir rökræður þeirra og íslenskra menntamanna við brýnustu úrlausnarefni jarðarbúa."

Þrír kaflar eru um íslensk málefni sérstaklega, um skipan peningamála á Íslandi, fyrirkomulag fiskveiða við strendur landsins og upphaf, reglur og fall íslenska þjóðveldisins.

Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag í samvinnu við Stofnun Jóns Þorlákssonar og Framtíðarsýn hf. Bókin er 448 síður. Filmuvinnsla: Prentás í Reykjavík. Prentun: Prentbær í Hafnarfirði. Bókband: Félagsbókbandið í Kópavogi.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson