HINN kunni rúmenski handknattleiksfrömuður Ioan Kunst- Ghermanescu, einn af heiðursmeðlimum IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, fannst látinn á hótelherbergi sínu í Kumamoto í gærmorgun. Banamein hans var hjartaslag. Í minningu Kunst-Ghermanescus, sem var 72 ára, var einnar mínútu þögn fyrir alla fjóra leikina í gær.
Kunst-Gher- manescu lést í Japan HINN kunni rúmenski handknattleiksfrömuður Ioan Kunst- Ghermanescu, einn af heiðursmeðlimum IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, fannst látinn á hótelherbergi sínu í Kumamoto í gærmorgun. Banamein hans var hjartaslag.

Í minningu Kunst-Ghermanescus, sem var 72 ára, var einnar mínútu þögn fyrir alla fjóra leikina í gær. Kunst-Ghermanescu var fyrrverandi aðalþjálfari landsliðsins og einn aðalmaðurinn á bak við fjóra heimsmeistaratitla Rúmeníu.