10. júní 1997 | Íþróttir | 296 orð

Guðrún gull- drottning

GUÐRÚN Arnardóttir vann fern gullverðlaun og þar af þrenn síðasta keppnisdaginn á Smáþjóðaleikunum á laugardaginn og vann þar með flest verðlaun einstaklings í frjálsíþróttakeppninni á leikunum. Hún sigraði í 400 metrum á föstudag og á laugardag í 100 m grind, 200 metra hlaupi og var í sigursveit Íslands í 4x100 metra hlaupi.

Guðrún gull-drottningGUÐRÚN Arnardóttir vann fern gullverðlaun og þar af þrenn síðasta keppnisdaginn á Smáþjóðaleikunum á laugardaginn og vann þar með flest verðlaun einstaklings í frjálsíþróttakeppninni á leikunum. Hún sigraði í 400 metrum á föstudag og á laugardag í 100 m grind, 200 metra hlaupi og var í sigursveit Íslands í 4x100 metra hlaupi. "Ég var búin að lofa því að vinna fern gullverðlaun og varð því að standa við það," sagði Guðrún, gulldrottning frjálsíþróttakeppninnar, eftir mótið á laugardag.

Guðrún keppti fyrst í 100 metra grindahlaupinu á laugardag inn og var langfyrst á tímanum 13,20 sek. Hún fór síðan beinustu leið í 200 metra hlaupið og hljóp það á 23,66 sek. sem er besti tími hennar í greininni og undir Íslandsmetinu, 24,01 sek., en meðvindur var of mikill, 4,8 m/s og fæst því ekki staðfest sem Íslandsmet. "Ég er mjög ánægð með hlaupin í dag. Tilgangurinn var að ná í gullverðlaunin og það tókst. Tíminn í 200 metra hlaupinu er sá besti sem ég hef náð. Ég átti áður best 23,78 og það voru ekkert ósvipaðar aðstæður og í þessu hlaupi. Ég stefni á að bæta Íslandsmetið í sumar og hlaupa undir 24 sekúndum. Miðað við þennan tíma í 200 ætti það að takast," sagði Guðrún.

"Ég og þjálfarinn minn höfum lagt á það áherslu í undirbúningnum að bæta hraðann í sumar. Ég get ekki annað en verið ánægð því tímarnir í þessum hlaupum sýna að ég er á réttri leið. Annars legg ég áherslu á 400 metra grindahlaupið, síðan kemur 100 metra grind og 200 metrarnir eru aukagrein hjá mér eins og er. Þetta eru þó allt skemmtilegar greinar," sagði Guðrún.

Morgunblaðið/Arnaldur GUÐRÚN Arnardóttir var sannkölluð gulldrottning frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna. Hún vann fern gullverðlaun, sem er besti árangur sem íslenskur frjálsíþróttamaður hefur náð á leikunum. Valur B.

Jónatansson

skrifarAðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.