Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI standa yfir framkvæmdir við endurnýjun eldri íbúðarhúsa, eins og undanfarin ár. Að sögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa varnarliðsins er um margskonar verkefni að ræða allt frá minni háttar viðgerðum upp í endurbyggingu jafnt utan sem innan. Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar annast flest þessara verkefna og mörgum þeirra lýkur í ár.
Keflavíkurflugvöllur

Endurnýjun á

íbúðarhúsum Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI standa yfir framkvæmdir við endurnýjun eldri íbúðarhúsa, eins og undanfarin ár. Að sögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa varnarliðsins er um margskonar verkefni að ræða allt frá minni háttar viðgerðum upp í endurbyggingu jafnt utan sem innan. Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar annast flest þessara verkefna og mörgum þeirra lýkur í ár.

Í sumar reisa Keflavíkurverktakar ný strætisvagnaskýli á flugvallarsvæðinu og Íslenskir aðalverktakar leggja bundið slitlag á bílastæði við íbúðarhús.

Morgunblaðið/Eyjólfur