BIFREIÐ valt í fyrrakvöld á gatnamótum Álfhólsvegar og Túnbrekku. Kastaðist bifreiðin yfir vegrið og féll fimm metra niður í húsagarð. Snerist hún í hálfan hring og endaði á þakinu. Þrír menn voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild. Reyndust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Sá sem slapp ómeiddur var sá eini í ökutækinu sem var í bílbelti.

Bíll valt og féll 5 metra

BIFREIÐ valt í fyrrakvöld á gatnamótum Álfhólsvegar og Túnbrekku. Kastaðist bifreiðin yfir vegrið og féll fimm metra niður í húsagarð. Snerist hún í hálfan hring og endaði á þakinu.

Þrír menn voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild. Reyndust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Sá sem slapp ómeiddur var sá eini í ökutækinu sem var í bílbelti.

Að öllum líkindum var um of mikinn hraða að ræða miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. Má ætla að ökumaður hafi ekki náð beygjunni, sem er kröpp á þessum gatnamótum. Bifreiðin er talin mikið skemmd.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson