EYJAMENN tóku á móti Skallagrímsmönnum á sunnudaginn, en þetta var frestaður leikur úr 5. umferðinni. Markalaust var í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu heimamenn grimmari til leiks og sigruðu nokkuð örugglega, 3:1. Gestirnir voru ákveðnari í byrjun leiks.

Eyjamenn

hlífðu sér

fyrir hlé EYJAMENN tóku á móti Skallagrímsmönnum á sunnudaginn, en þetta var frestaður leikur úr 5. umferðinni. Markalaust var í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu heimamenn grimmari til leiks og sigruðu nokkuð örugglega, 3:1.

Gestirnir voru ákveðnari í byrjun leiks. Þeir léku undan nokkr um vindi og sóttu meira til að byrja með þó svo ekki virtust allir leikmenn þeirra hafa mikla trú á að þeir gæru sótt verulega að marki Eyjamanna því þeir reyndu markskot um leið og þeir komust yfir miðlínuna. En slík skot komu heimamönnum ekki í nein vandræði. Valdimar K. Sigurðsson fékk fyrsta teljandi færið, en skot hans fór framhjá. Eyjamenn komust meira inn í leikinn og tóku hann síðan í sínar hendur. Sigurvin Ólafsson átti ágætt skot sem Friðrik Þorsteinsson varði, Tryggvi Guðmundsson komst inn fyrir vörnina en lét verja frá sér. Ingi Sigurðsson var næstur því að skora er hann þrumaði í slána.

Eyjamenn voru ákveðnir í að skora og gerðu það. Sigurvin skaut frá miðju eftir upphafsspyrnu síðari hálfleiks, en Pjetur dómari Sigurðsson var ekki tilbúinn frekar en Skallagrímsmenn og markið því ekki gilt. Sigurvin varð því að bíða aðeins eftir fyrsta marki sínu í deildinni. Leikmenn ÍBV héldu áfram að pressa og komust yfir á 50. mínútu með marki frá Steingrími Jóhannessyni og Tryggvi Guðmundsson bætti um betur mínútu síðar; hans sjötta mark í deildinni. Næsta mark kom ekki fyrr en stuttu fyrir leikslok og þar var Sigurvin á ferðinni.

Heimamenn slökuðu á klónni og Skallagrímsmenn, sem höfðu komist lítt áfram gegn vindinum, sóttu í sig veðrið og náðu að klóra í bakkann með góðu marki Stefáns B. Ólafssonar. Leikmenn létu þetta gott heita og heimamenn fögnuð öruggum sigri.

Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson SIGURVIN Ólafsson lék vel og skoraði sitt fyrsta deildarmark. Sigfús G.

Gunnarsson

skrifar