HJÓLARÆKT Útivistar er í dag, þriðjudaginn 1. júlí, eins og aðra þriðjudaga. Hjólaræktin hefur nú verið starfrækt í mánuð og fer þátttakendum alltaf fjölgandi, segir í fréttatilkynningu. Í kvöld verður hist eins og alltaf við Grillhúsið Sprengisandi um kl. 18.30 og hjólað verður í gegnum Fossvogsdal og Skerjafjörð og út að Gróttu og svo til baka aftur.

Hjólarækt

Útivistar

HJÓLARÆKT Útivistar er í dag, þriðjudaginn 1. júlí, eins og aðra þriðjudaga. Hjólaræktin hefur nú verið starfrækt í mánuð og fer þátttakendum alltaf fjölgandi, segir í fréttatilkynningu. Í kvöld verður hist eins og alltaf við Grillhúsið Sprengisandi um kl. 18.30 og hjólað verður í gegnum Fossvogsdal og Skerjafjörð og út að Gróttu og svo til baka aftur.

Hjólarækt Útivistar er þátttakendum að kostnaðarlausu og með í för eru alltaf vanir hjólreiða- og útivistarmenn.