AÐFARANÓTT föstudags var ævintýri líkust fyrir 200 manna hóp framkvæmdastjóra og forstjóra sem komu hingað í boði franska fyrirtækisins Parthena. Hópurinn kom hingað með tveimur Concorde þotum, sú fyrri lenti um hálfsjö en sú síðari klukkan hálfníu. Hóparnir dvöldust um tíu klukkustundir á landinu og er óhætt að segja að tíminn hafi verið vel nýttur.

Vel heppnuð

næturdvöl

AÐFARANÓTT föstudags var ævintýri líkust fyrir 200 manna hóp framkvæmdastjóra og forstjóra sem komu hingað í boði franska fyrirtækisins Parthena. Hópurinn kom hingað með tveimur Concorde þotum, sú fyrri lenti um hálfsjö en sú síðari klukkan hálfníu. Hóparnir dvöldust um tíu klukkustundir á landinu og er óhætt að segja að tíminn hafi verið vel nýttur. Krýsuvíkin var sótt heim, gestir brugðu sér í Bláa lónið og gæddu sér á íslenskum mat. Ljósmyndari Morgunblaðsins var með í för og festi atburði næturinnar á filmu.

VEÐRIÐ lék við hópinn sem hér slappar af í Bláa lóninu.

ÍSLENSK náttúra vakti forvitni ferðalanganna enda landslagið á Reykjanesi ólíkt Frakklandi.

Á LÆKJARVÖLLUM var borinn fram kvöldverður sem hópurinn gerði góð skil.

Morgunblaðið/Einar Falur FYRRI hópurinn heldur heim á leið eftir vel heppnaða dvöl.