KRISTJÁN Georgsson, annar Eyjapeyinn í liði Skallagríms lék ekki með í Eyjum á sunnudaginn. Hann er meiddur. Hinn Eyjapeyinn, Sindri Grétarsson lék hins vegar með gegn sínum gömlu félögum en mátti sín lítils gegn vörn ÍBV.
KRISTJN Georgsson, STOFNANDI:: GURO \: \: KRISTJÁN Georgsson , annar Eyjapeyinn í liði Skallagríms lék ekki með í Eyjum á sunnudaginn. Hann er meiddur. Hinn Eyjapeyinn , Sindri Grétarsson lék hins vegar með gegn sínum gömlu félögum en mátti sín lítils gegn vörn ÍBV.

LEIFUR Geir Hafsteinsson kom inná sem varamaður hjá ÍBV . Hann lék fyrr í sumar fimm leiki með Framherjum í 3. deildinni til að koma sér í leikæfingu eftir meiðsli, en er sem sagt kominn í raðir ÍBV á ný.

MAGNÚS Sigurðsson , bróðir Inga Sigurðssonar hjá ÍBV, hefur skipt yfir í Val þar sem hann náði ekki að vinna sér fast sæti í liði ÍBV. Hann gæti því mætt bróður sínum síðar í sumar.

RÚTUR Snorrason hefur verið seinheppinn hvað varðar meiðsli. Hann var nýbúinn að ná sér eftir meiðsli en meiddist á ný á sunnudaginn, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

HERMANN Hreiðarsson er sem kunnugt er á förum til Crystal Palace og hafa Eyjamenn ákveðið að leita að manni sem getur fyllt skarð hans í liðinu.