ILJUÚTGÁFA Máls og menningar er til mikillar fyrirmyndar, bæði vegna vals á útgáfubókum og ekki síður vegna verðs, að ekki sé talað um það verð, sem boðið er upp á um þessar mundir. Kiljur forlagsins má nú fá fyrir 480 krónur hverja bók og eru það reyfarakaup. Kiljuútgáfa átti lengi vel erfitt uppdráttar hér á Íslandi.
ILJUÚTGÁFA Máls og menn ingar er til mikillar fyrir myndar, bæði vegna vals á útgáfubókum og ekki síður vegna verðs, að ekki sé talað um það verð, sem boðið er upp á um þessar mundir. Kiljur forlagsins má nú fá fyrir 480 krónur hverja bók og eru það reyfarakaup.

Kiljuútgáfa átti lengi vel erfitt uppdráttar hér á Íslandi. Svo virðist, sem fólk hafi ekki viljað kaupa aðrar bækur en þær, sem voru vel innbundnar en um leið urðu þær náttúrlega mun dýrari. Sú var líka tíðin, að hér var ekki til bókbandstækni til að gefa kiljur út í viðunandi bandi. Allt er þetta liðin tíð.

Víkverji heyrði á mál tveggja ungmenna í bókaverzlun forlagsins, sem tóku andköf yfir því, hvers konar bækur væri hægt að kaupa á 480 krónur og ekki að ástæðulausu.

LESBÓK Morgunblaðsins sl. laugardag var afar athyglisvert yfirlit yfir þrjár stórar myndlistarsýningar, sem nú standa yfir í Evrópu. Ein þeirra, Dokumenta í Kassel í Þýzkalandi, er að jafnaði haldin á fimm ára fresti og er ætlað að sýna stöðu samtímalistar hverju sinni.

Sú spurning vaknar við lestur Lesbókargreinanna, hvort ekki sé kominn tími til að koma upp eins konar íslenzkri Dokumentasýningu á svipuðu árabili. Fjöldi ungra myndlistarmanna er orðinn mjög mikill og erfitt fyrir hvern sem er að hafa yfirsýn yfir það, sem er að gerast í myndlist hér.

Með slíkum reglulegum yfirlitssýningum mundi hins vegar fást góð yfirsýn yfir stöðu íslenzkrar myndlistar hverju sinni. Er ekki ástæða til að skoða þetta mál?

EGAR Víkartindur strandaði kviknuðu umræður um það, hvers konar völd skipstjóri um borð í skipi hefði til þess að taka ákvarðanir, sem í því tilviki reyndust vera kolrangar. Í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag kemur fram, að flugslys í Færeyjum á síðasta ári varð þrátt fyrir það að flugmennirnir hefðu verið varaðir við að nánast ólendandi væri í Færeyjum. Svo virðist, sem þeir hafi ákveðið að fljúga að áeggjan dansks aðmíráls.

Í báðum tilvikum er of mikil ábyrgð lögð á stjórnendur skips og flugvélar og tímabært að breyta lögum um þetta efni hér sem annars staðar.