Skammt er stórra högga á milli hjá Íslensku landsliðunum í brids. Nú er nýlokið Evrópumótinu og þar sem það fór ekki eins vel og á horfðist er rétt að snúa sér að næsta verkefni sem er NM yngri spilara í Færeyjum. Mótið hófst sl.
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Norðurlandamót yngri spilara. Þórhöfn í Færeyjum

Skammt er stórra högga á milli hjá Íslensku landsliðunum í brids. Nú er nýlokið Evrópumótinu og þar sem það fór ekki eins vel og á horfðist er rétt að snúa sér að næsta verkefni sem er NM yngri spilara í Færeyjum.

Mótið hófst sl. laugardag og er staðan þessi eftir 3 umferðir:

Ísland 58 Danmörk 57 Svíþjóð 54 Noregur 51 Færeyjar 33 Finnland 12 Spilaðir eru tveir 32 spila leikir á dag.

1. umf. Ísland ­ Svíþjóð 21­9 2. umf. Ísland ­ Færeyjar 22­8 3. umf. Ísland ­ Noregur 15­15 Töluverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins. Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og Steinar Jónsson eru allir núverandi Íslandsmeistarar í opnum flokki og fjórði spilarinn, Stefán Jóhannsson gefur þeim ekkert eftir. Akureyringarnir Magnús og Sigurbjörn spila saman og Siglfirðingurinn Steinar og Selfyssingurin Stefán.

Fyrirliði er Jónas Pétur Erlingsson.

Mótinu lýkur á laugardaginn.