FYRSTA vél Íslandsflugs í áætlunarflugi til Akureyrar, lendir á Akureyrarflugvelli kl. 8.45 í dag. Sérleyfi í innanlandsflugi heyra nú sögunni til og af því tilefni efndi Íslandsflug til flugdags á Akureyrarflugvelli á laugardag, þar sem starfsemi félagsins var kynnt.
Starfsemi Íslandsflugs kynnt á Akureyrarflugvelli Bæjarstjór-

inn kaupir

100 farseðla

FYRSTA vél Íslandsflugs í áætlunarflugi til Akureyrar, lendir á Akureyrarflugvelli kl. 8.45 í dag. Sérleyfi í innanlandsflugi heyra nú sögunni til og af því tilefni efndi Íslandsflug til flugdags á Akureyrarflugvelli á laugardag, þar sem starfsemi félagsins var kynnt.

Að sögn Arnfinns Heinesen, stöðvarstjóra Íslandsflugs á Akureyri, komu rúmlega 2000 manns til að kynna sér starfsemina. Á meðal gesta var Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri og tilkynnti hann að bærinn myndi kaupa 100 farseðla af Íslandsflugi, fyrir starfsfólk sitt.

Íslandsflug hyggst nota ATR vélar sínar á flugleiðinni til Akureyrar og um miðjan dag í gær höfðu um 30 manns bókað far með vélinni í þessari fyrstu ferð.

Morgunblaðið/Björn Gíslason FLUGVÉLAR Íslandsflugs voru til sýnis á laugardag og hún Herdís Lind Jónsdóttir hafði komið sér vel fyrir í Dornier vél félagsins tilbúin fyrir flugtak.