NORSKU bændasamtökin leggja til að gerðar verði sérstakar kúagangbrautir yfir þjóðvegi og sett upp aðvörunarskilti til þess að draga úr ákeyrslum á kýr yfir sumarmánuðina. Hafa bændasamtökin komið með margvíslegar ábendingar um hvernig draga megi úr hættu á árekstri við búfénað í sveitum.

Gangstíga fyrir kýrnar

Ósló. Reuter.

NORSKU bændasamtökin leggja til að gerðar verði sérstakar kúagangbrautir yfir þjóðvegi og sett upp aðvörunarskilti til þess að draga úr ákeyrslum á kýr yfir sumarmánuðina.

Hafa bændasamtökin komið með margvíslegar ábendingar um hvernig draga megi úr hættu á árekstri við búfénað í sveitum. Auk þess að leggja sérstakar gangbrautir fyrir kýr með viðeigandi stöðvunarlínu þvert yfir þjóðvegi vilja þau að gular miðlínur eftir vegunum verði fjarlægðar því kýrnar hræðist þær. Talsmaður bændasamtakanna í Romsdal og Mæri segir mörg dæmi þess þar um slóðir, að kýrnar nemi staðar við gulu miðlínurnar og vilji með engu móti stíga yfir þær.