FYRIRTÆKIÐ i&d ehf. hefur hafið innflutning á blóðþrýstingsmælum frá Medisana í Þýskalandi. Mælirinn er festur með ól á úlnlið og tekur blóðþrýsting og púls á skömmum tíma. Í fréttatilkynningu frá i&d segir að með mælinum fylgi ýtarlegar leiðbeiningar á íslensku, auk dagbókar þar sem hægt er að skrá blóðþrýsting frá degi til dags.
Nýtt Blóðþrýstingsmælir á úlnlið

FYRIRTÆKIÐ i&d ehf. hefur hafið innflutning á blóðþrýstingsmælum frá Medisana í Þýskalandi. Mælirinn er festur með ól á úlnlið og tekur blóðþrýsting og púls á skömmum tíma. Í fréttatilkynningu frá i&d segir að með mælinum fylgi ýtarlegar leiðbeiningar á íslensku, auk dagbókar þar sem hægt er að skrá blóðþrýsting frá degi til dags. Mælirinn er aðallega seldur í lyfjaverslunum og er leiðbeinandi smásöluverð 6.900 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá i&d er tækið samþykkt og viðurkennt af þýskum yfirvöldum.