VIÐ FÓRUM með barnabarnið okkar, 10 ára telpu, út í Viðey um daginn. Þar er starfandi hestaleiga og okkur blöskraði alveg verðið á þessari leigu, en klukkutíminn er seldur á 2.000 krónur. Þar var ekki um nein "nótuviðskipti" að ræða þannig að leigan hefur runnið beint í vasa þess sem leigir. Afi "Kringlukast"

Okur í Viðey

VIÐ FÓRUM með barnabarnið okkar, 10 ára telpu, út í Viðey um daginn. Þar er starfandi hestaleiga og okkur blöskraði alveg verðið á þessari leigu, en klukkutíminn er seldur á 2.000 krónur. Þar var ekki um nein "nótuviðskipti" að ræða þannig að leigan hefur runnið beint í vasa þess sem leigir.

Afi

"Kringlukast"

KONA í austurbænum, sem sagðist hafa verið viðskiptavinur í norðurkringlunni í gær, hringdi í Velvakanda og hafði þetta að segja:

"Ég fór í norðurkringluna sl. fimmtudag og þar voru miklar auglýsingar um öll loft. "Kringlukast" stóð á þeim en heim í hvert hús var búið að bera blað, mjög áberandi. Það blað er mjög stórt og í því stendur: "Kringlukast ­ nýjar vörur með 20-50% afslætti, gerðu ævintýraleg kaup."

Í einu horninu við útidyrnar á móti Hard Rock er upphækkaður pallur þar sem selt er kaffi og hugðist ég bjóða vinkonu mini upp á kaffi og kökur. Við fengum okkur "kaldar" vöfflur með rjóma. Ég borgaði og við settumst og biðum eftir kaffinu. Þá sáum við, að á hverju borði var gulur fáni, sem á stóð "Kringlukast". Allar stúlkurnar voru með sérstakt merki í barminum sem á stóð "Kringlukast".

Maður skyldi ætla að þetta væri mjög merkilegt framtak. Ég segi mjög, vegna þess að maður sá ekkert fyrir öllu þessu gula dóti. Þegar við fórum spurði ég hvað þetta Kringlukast þýddi. Ég hafði ekki fengið eyri í afslátt af kaffinu. Þá sagði stúlkan: Það er bara afsláttur af kaffi og einni köku, sem hún tilnefndi, ekki ef maður keypti annað með. Þá vissi maður það.

Okkur fannst þetta síður en svo merkilegt. Það hlýtur að hafa kostað staðinn tugþúsundir króna, þessar auglýsingar allar."

Gallajakki tapaðist

LJÓSBLÁR gallajakki tapaðist á Eiðistorgi á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í s. 551-3774.

Fjórar læður þurfa heimili

FJÓRAR átta vikna gamlar yndislegar læður, kassavanar, þurfa að eignast góð heimili. Þrjár eru svartar og hvítar, sú fjórða svört, hvít og brún. Áhugasamir dýravinir eru beðnir um að hringja í síma 551-0689.

Kisustrákur þarf heimili

AFAR fallegur og blíður tólf vikna gamall kettlingur þarf að eignast gott heimili. Hann er kassavanur og eru áhugasamir dýravinir beðnir að hafa samband í síma 565-8509.

Kettlingar

KASSAVANIR og blíðir kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 587-6166.