KONUR frá bænum Irun í Baskalandi á Norður-Spáni í árlegri skrúðgöngu á hátíð í bænum í gær. Lögregla varð að taka í taumana og beita valdi til þess að karlmenn réðust ekki á konurnar, en venjan hefur verið sú að einungis karlar fari í skrúðgöngu í bænum.
Reuter

Hefðin rofin

KONUR frá bænum Irun í Baskalandi á Norður-Spáni í árlegri skrúðgöngu á hátíð í bænum í gær. Lögregla varð að taka í taumana og beita valdi til þess að karlmenn réðust ekki á konurnar, en venjan hefur verið sú að einungis karlar fari í skrúðgöngu í bænum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem konur fengu að efna til sinnar eigin göngu, og hafa sumir karlmenn ekki verið sáttir við þetta rof á hefðinni.