JEAN-Marie Lustiger, erkibiskup í París, brennir reykelsi við kistu franska haffræðingsins Jacques-Yves Cousteau í Frúarkirkjunni í París í gær. Ekkja Cousteau, Francine, dóttir þeirra Diane, sonur þeirra Pierre-Yves og sonur Cousteaus af fyrra hjónabandi, Jean- Michel, fylgjast með.
Reuter Cousteau kvaddur

JEAN-Marie Lustiger, erkibiskup í París, brennir reykelsi við kistu franska haffræðingsins Jacques-Yves Cousteau í Frúarkirkjunni í París í gær. Ekkja Cousteau, Francine, dóttir þeirra Diane, sonur þeirra Pierre-Yves og sonur Cousteaus af fyrra hjónabandi, Jean- Michel, fylgjast með. Í dag koma út endurminningar, sem Cousteau lauk við að rita nokkrum dögum áður en hann lést af völdum hjartaslags fyrir viku. Þar lýsir hann viðhorfum sínum til lífsins og varar sterklega við eyðileggingu jarðarinnar með kjarnorku, þynningu ósonlagsins, offjölgun, vopnakapphlaupi og taumlausri gróðafíkn.