MICHAEL Schumacher var í sérflokki í franska formúlu-1 kappakstrinum á sunnudag, sigraði örugglega og hefur náð góðri forystu í stigakeppni ökuþóra. Schumacher hóf keppni af fremsta rásmarki á Ferrari-bíl sínum og ók strax frá keppinautum sínum.
KAPPAKSTUR

Schumacher

að stinga af?

MICHAEL Schumacher var í sérflokki í franska formúlu-1 kappakstrinum á sunnudag, sigraði örugglega og hefur náð góðri forystu í stigakeppni ökuþóra.

Schumacher hóf keppni af fremsta rásmarki á Ferrari-bíl sínum og ók strax frá keppinautum sínum. Keppti hann í fyrsta sinn með nýjan kraftmeiri mótor og greinilegt að með honum og hárréttri uppsetningu bifreiðarinnar hefur Ferrari, undir leiðsögn franska keppnisstjórans Jean Todt, þróað bíl sem stendur Williams-bílunum a.m.k. jafnfætis.

Williams hefur haft yfirburði undanfarin ár í keppni bílsmiða en nú hefur Ferrari forskot í stigakeppninni, 65 stig gegn 52 stigum Williams. Hefur Ferrari ekki unnið þann flokk í rúman áratug og 18 ár eru frá því liðið átti heimsmeistara ökumanna, en þar var á ferðinni Nelson Piquet.

Vegna yfirburða Schumachers var lítil spenna í keppninni þar til á síðustu 15 af rúmlega 70 hringjum er tók að rigna. Rásuðu bílarnir til og frá á brautinni og breyttist röðin talsvert. Þjóðverjinn Heinz- Harald Frentzen á Williams-bíl ógnaði þó aldrei forystu gamla vinar síns. Skipti hvorugur yfir á bleytudekk, eins og flestir hinna ökuþóranna, Schumacher sagði aðstoðarmenn sína hafa fylgst rækilega með hvað Frentzen hugðist fyrir á lokahringjunum og var tilbúinn að koma inn á viðgerðarsvæði og skipta gerði landi hans það.

Möguleikar Schumachers að endurheimta heimsmeistaratign ökuþór jukust í Magny-Cours brautinni. Að átta kappökstrum af 17 loknum hefur hann 47 stig og Kanadamaðurinn Jacques Villeneuve hjá Williams-liðinu er næstur með 33 stig. Villeneuve hefur aðeins 3 stig úr síðustu tveimur keppnum en Schumacher fullt hús eða 20.