ÞVERUN Gilsfjarðar miðar vel og er stefnt að því að henni ljúki um miðjan júlí, viku á undan áætlun, að sögn Einars Erlingssonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, sem hefur umsjón með framkvæmdinni. Búist er við að almennri umferð verði hleypt á veginn 1. desember nk. Fyrstu framkvæmdir hófust í fyrrasumar en eftir vetrarhlé var vinnu haldið áfram frá og með 2.

Þverun Gilsfjarðar miðar vel

ÞVERUN Gilsfjarðar miðar vel og er stefnt að því að henni ljúki um miðjan júlí, viku á undan áætlun, að sögn Einars Erlingssonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, sem hefur umsjón með framkvæmdinni. Búist er við að almennri umferð verði hleypt á veginn 1. desember nk.

Fyrstu framkvæmdir hófust í fyrrasumar en eftir vetrarhlé var vinnu haldið áfram frá og með 2. maí síðastliðnum. Unnið er allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum, að sögn Einars. "Fyrstu vikurnar fórum við 20 metra á dag og seinustu daga höfum við farið 30 metra, þannig að þetta gengur hratt og örugglega," segir Einar.

Kostnaður 500 milljónir

Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að vegagerðin yfir fjörðinn ásamt einni brú sem búið er að smíða, kosti 500 milljónir króna, og er þá miðað við fullfrágenginn veg með bundnu slitlagi. Þverunin styttir leiðina um fjörðinn um 17 kílómetra, auk þess sem búist er við að nýi vegurinn verði opinn mestallt árið, en eldri vegurinn var ógreiðfær í miklum snjóum.