FORGANGSRÖÐUNARNEFND heilbrigðisráðuneytisins er langt komin við mótun tillagna um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Ólafur Ólafsson landlæknir, formaður nefndarinnar, segir að tillögurnar verði kynntar opinberlega næsta haust.

Mótun tillagna

um forgangsröð-

un langt komin

FORGANGSRÖÐUNARNEFND heilbrigðisráðuneytisins er langt komin við mótun tillagna um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Ólafur Ólafsson landlæknir, formaður nefndarinnar, segir að tillögurnar verði kynntar opinberlega næsta haust.

Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina og er henni ætlað að gera tillögur um hvernig hægt sé að standa að forgangsröðun heilbrigðismála hér á landi. Nefndinni er sérstaklega ætlað að athuga hvort setja eigi reglur um hvort ýmis sjúkdómstilvik eigi að hafa forgang yfir önnur og hvort æskilegt sé að setja reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu.

"Við erum langt komnir með að vinna tillögur um þetta til ráðherra. Tillögurnar verða gerðar opinberar í haust," segir Ólafur.

Ólafur segir að uppi séu tillögur um ýmsar framkvæmdir í heilbrigðismálum, þ.á m. byggingu heilsugæslustöðva, t.d. í Kópavogi og í Reykjavík, en þeir sem að þeim málum komi hafi ekki ráðfært sig við nefndina. Hann telur þó eðlilegt að það hefði verið gert.

"Talað er um forgangsröðun heilbrigðismála hér á landi, en tillögur um framkvæmdir hafa ekki verið bornar undir nefndina ennþá. Þó verður að geta þess að fyrirhugaðir eru fundir á næstunni, meðal annars um framtíðaráform sjúkrastofnana," segir Ólafur.