ÓTTAST er að allt að 20 manns hafi farist í síðustu viku þegar eldfjall á eynni Montserrat í Karíbahafi gaus gífurlega heitu grjóti og gasi. Björgunarmenn leituðu í gær í rústum sjö bæja að fórnarlömbum og þeim, er kynnu að hafa komist lífs af. Á miðvikudag í fyrri viku flæddi um 500 gráðu heitt gosefni yfir svæði á suðurhluta eyjarinnar.
Montserrat Tuttugu taldir af

Olveston á Montserrat. Reuter.

ÓTTAST er að allt að 20 manns hafi farist í síðustu viku þegar eldfjall á eynni Montserrat í Karíbahafi gaus gífurlega heitu grjóti og gasi.

Björgunarmenn leituðu í gær í rústum sjö bæja að fórnarlömbum og þeim, er kynnu að hafa komist lífs af. Á miðvikudag í fyrri viku flæddi um 500 gráðu heitt gosefni yfir svæði á suðurhluta eyjarinnar. Níu eða tíu lík höfðu fundist í gær, en embættismenn töldu nær öruggt að tíu manns í viðbót hefðu farist. Annarra 24 er saknað.

Þeir sem týndu lífi höfðu virt að vettugi aðvaranir eldfjallafræðinga um að hætta væri yfirvofandi á svæðinu.