TIL stendur að flytja styttuna af Leifi heppna Eiríkssyni á Skólavörðuholti meðan undirlagið verður lagað. Jón A. Jónsson, framkvæmdastjóri Víkurverks, sem annast framkvæmdir á Skólavörðuholtinu, segir að verið sé að skipta um jarðveg á svæðinu og síðan eigi að helluleggja þar. Styttan verði flutt á meðan.
Leifur heppni

fluttur

TIL stendur að flytja styttuna af Leifi heppna Eiríkssyni á Skólavörðuholti meðan undirlagið verður lagað. Jón A. Jónsson, framkvæmdastjóri Víkurverks, sem annast framkvæmdir á Skólavörðuholtinu, segir að verið sé að skipta um jarðveg á svæðinu og síðan eigi að helluleggja þar. Styttan verði flutt á meðan. Jón segir að hún verði síðan færð til um hálfan metra og settur verði nýr og lægri stallur undir hana.