Feðgin fljúga farþegaþotu RAGNHILDUR Arngrímsdóttir, sem er 25 ára, flýgur í fyrsta skipti þotu í farþegaflugi í dag þegar hún flýgur með Arngrími Jóhannssyni, föður sínum, til Mallorca. Hún tók einkaflugmannspróf árið 1991 og ætlaði í byrjun aðeins að verða einkaflugmaður.

Feðgin

fljúga far-

þegaþotu

RAGNHILDUR Arngrímsdóttir, sem er 25 ára, flýgur í fyrsta skipti þotu í farþegaflugi í dag þegar hún flýgur með Arngrími Jóhannssyni, föður sínum, til Mallorca.

Hún tók einkaflugmannspróf árið 1991 og ætlaði í byrjun aðeins að verða einkaflugmaður. Árið 1993 ákvað hún að fara í atvinnuflugmannaskólann og aflaði sér svo meiri reynslu með flugi í Flórída. Eftir að hún kom heim aftur hefur hún flogið með ferðamenn og kennt flug.

Hún byrjaði svo í þjálfun á B- 737 flugvél frá flugfélaginu Atlanta í fyrra. Hún var ólétt og var komin sex mánuði á leið þegar hún lauk þeirri þjálfun. Hún flaug því aldrei þeirri vél í farþegaflugi. Hún byrjaði svo að læra á L-1011 fyrir þremur mánuðum og lauk þjálfun á þriðjudaginn var.

Skemmtileg lífsreynsla

Ragnheiður segist fyrst hafa flogið nýju vélinni með föður sínum um daginn og það hafi verið afskaplega skemmtileg lífsreynsla. "Ég veit ekki hvernig það verður með farþega," segir hún. "Það kemur í ljós á morgun. En annars er alltaf gaman að fljúga með föður mínum. Það er sama hvort vélin er lítil eða stór ­ hann skammar mig alveg jafnmikið."

Aðspurð hvernig áhuginn hafi kviknað svarar hún einfaldlega: "Ég á pabba sem er flugmaður." Hún segir að hann hafi alltaf verið með sig og Gunnar bróður sinn, sem er einkaflugmaður, á flugvellinum. "Ef maður elst upp við þetta, verður ekki aftur snúið," segir hún.

Ragnheiður er gift Steinari Bragasyni, flugmanni hjá Flugleiðum, og heitir sonur þeirra Arngrímur Bragi. Verður hann þá líka flugmaður? spyr blaðamaður. "Það er víst engin hætta á öðru," segir hún og hlær. "Barnið á ellefu eða tólf flugvélar og er ekki orðið eins árs."

Morgunblaðið/Árni Sæberg RAGNHEIÐUR með Arngrími föður sínum, sem var að læra listflug á flugvellinum við Tungubakka í gær.