HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald tveggja Hollendinga og tveggja Íslendinga, sem ákærðir hafa verið fyrir stórfelldan innflutning á hassi, amfetamíni og E-töflum. Framlengdi dómurinn gæsluvarðhaldi fólksins, tveggja manna og tveggja kvenna, til 2.

Gæsluvarðhaldi framlengt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald tveggja Hollendinga og tveggja Íslendinga, sem ákærðir hafa verið fyrir stórfelldan innflutning á hassi, amfetamíni og E-töflum.

Framlengdi dómurinn gæsluvarðhaldi fólksins, tveggja manna og tveggja kvenna, til 2. september næstkomandi, auk þess sem farbann yfir fimmta manninum, sem talinn er viðriðinn umræddan fíkniefnainnflutning, var framlengt til sama tíma.