FRÁ árinu 1992 hafa þeir Benedikt Grétarsson og Hreiðar Hreiðarsson rekið sumarhótel að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þar er gistirými fyrir allt að 70 manns, svefnpokapláss í skólastofum og í tengslum við hótelið er tjaldsvæði og sundlaug. Síðastliðið haust var ákveðið að reka hótelið sem heilsárshótel, en á veturna er gistirýmið heldur minna eða fyrir allt að 40 manns.
Hótel Vin í

Eyjafjarðarsveit Hlaðborð á brúsapalli í sumar

Eyjafjarðarsveit.

FRÁ árinu 1992 hafa þeir Benedikt Grétarsson og Hreiðar Hreiðarsson rekið sumarhótel að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þar er gistirými fyrir allt að 70 manns, svefnpokapláss í skólastofum og í tengslum við hótelið er tjaldsvæði og sundlaug.

Síðastliðið haust var ákveðið að reka hótelið sem heilsárshótel, en á veturna er gistirýmið heldur minna eða fyrir allt að 40 manns. Hótelstjóri í sumar er Björk Sigurðardóttir.

Veitingasalur hótelsins er opinn öll kvöld í sumar og á föstudagskvöldum verður boðið upp á hlaðborð sem ber yfirskriftina Brúsapallurinn. Á síðastliðnu sumri var hlaðborð sem naut mikilla vinsælda en áhugi var á að gera það enn glæsilegra og kom þá upp sú hugmynd að hafa matinn á brúsapöllum.

Hafist var handa við að hanna og smíða brúsapallinn, safna gömlum mjólkurbrúsum og öðru því sem tilheyrði þessari menningu. Á Brúsapallinum eru margir ólíkir réttir, en allir eiga það sammerkt að mjólkin og afurðir hennar eru aldrei langt undan við matreiðsluna.

Morgunblaðið/Benjamín BJÖRK Sigurðardóttir, hótelstjóri t.v., Margrét Thorlacíus og Sólveig Kristjánsdóttir standa við Brúsapallinn í Hótel Vin.