"JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG Íslands efnir til skoðunarferðar umhverfis Snæfellsjökul helgina 5. og 6. júlí nk. Farið verður af stað kl. 8 laugardagsmorguninn 5. júlí frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Gist verður á tjaldstæði. Ferða­ og gistikostnaður er 3.300 krónur. Nesti þurfa menn að hafa með sér, svo og svefnpoka, þannig að hver maður komist með sinn mat á glóðirnar.
Jöklarannsóknafélag Íslands

Helgarferð á Snæfellsnes

"JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG Íslands efnir til skoðunarferðar umhverfis Snæfellsjökul helgina 5. og 6. júlí nk. Farið verður af stað kl. 8 laugardagsmorguninn 5. júlí frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Gist verður á tjaldstæði. Ferða­ og gistikostnaður er 3.300 krónur. Nesti þurfa menn að hafa með sér, svo og svefnpoka, þannig að hver maður komist með sinn mat á glóðirnar.

Þátttaka tilkynnist Finni Pálssyni eða Þórdísi Högnadóttur í síðasta lagi miðvikudaginn 2. júlí," segir í fréttatilkynningu frá Jöklarannsóknafélaginu.