Pettersen skoraði fjögur mörk MARIANNE Pettersen skoraði fjögur mörk þegar Norðmenn unnu stórsigur á Dönum í Evrópukeppni kvennalandsliða, sem hófst í Noregi og Svíþjóð um helgina. Hún skoraði tvö fyrstu mörkin á 16. og 18. mín. Í sama riðli, B, gerðu Þýskaland og Ítalía jafntefli 1:1. Leikirnir fóru fram í Noregi.

Pettersen

skoraði fjögur mörk

MARIANNE Pettersen skoraði fjögur mörk þegar Norðmenn unnu stórsigur á Dönum í Evrópukeppni kvennalandsliða, sem hófst í Noregi og Svíþjóð um helgina. Hún skoraði tvö fyrstu mörkin á 16. og 18. mín. Í sama riðli, B, gerðu Þýskaland og Ítalía jafntefli 1:1. Leikirnir fóru fram í Noregi. Tveir leikir fóru fram í A-riðli, sem fer fram í Svíþjóð. Frakkland og Spánn gerðu jafntefli í Karlskroga, 1:1. Svíar unnu Rússa 2:1 í Karlstad. Hanna Ljungberg (10. mín.) og Anna Pohjanen (82.) skoruðu mörk Svía, Larissa Savina (80.) skorað fyrir Rússa.