Martin Landau leikur á móti David Duchovny og Gillian Anderson í "X-Files" kvikmyndinni sem verið er að taka upp í Vancouver. Melanie Griffith hefur boðið Howard Stern að leika stórlax í tónlistariðnaðinum sem er haldinn ofsóknaræði í "Jane".
Martin Landau leikur á móti David Duchovny og Gillian Anderson í "X-Files" kvikmyndinni sem verið er að taka upp í Vancouver.

Melanie Griffith hefur boðið Howard Stern að leika stórlax í tónlistariðnaðinum sem er haldinn ofsóknaræði í "Jane". Griffith ætlar að fara með aðalhlutverkið í myndinni á móti David Spade .

Yfirmenn Warner Bros. hafa boðið Michael Douglas að leika í "Perfect Murder". Myndin er lauslega byggð á trylli Alfred Hitchcock , "Dial M for Murder", frá árinu 1954.

Martin Scorsese er með mörg járn í eldinum að vanda. Hann er að ræða við ítalska framleiðandann Vittorio Cecchi Gori um að gera heimildarmynd um ítalska kvikmyndagerð. Einnig langar Scorsese að gera heimildarmynd um Giorgio Armani, og kvikmynd byggða á ævi foreldra sinna.