SAMTÖK verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna, hafa ásamt öðrum félagsmönnum EuroCommerce, hagsmunasamtaka evrópskra fyrirtækja í milliríkjaverslun, smásöluverslun og vörudreifingu, hafa lagt fram kæru til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins, European Commission's Competition, vegna gjaldtöku banka og greiðslukortafyrirtækja á þjónustugjöldum vegna greiðslukortaviðskipta.
ÐSamtök verslana í Evrópu Þjónustugjöld af greiðslukortum kærð

SAMTÖK verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna, hafa ásamt öðrum félagsmönnum EuroCommerce, hagsmunasamtaka evrópskra fyrirtækja í milliríkjaverslun, smásöluverslun og vörudreifingu, hafa lagt fram kæru til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins, European Commission's Competition, vegna gjaldtöku banka og greiðslukortafyrirtækja á þjónustugjöldum vegna greiðslukortaviðskipta.

Að sögn Stefáns S. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunarinnar, Félags íslenskra stórkaupmanna, hafa aðildarfélög innan EuroCommerce samtakanna þungar áhyggjur af gjaldtöku banka og greiðslukortafyrirtækjanna á þjónustugjöldum vegna greiðslukorta þar sem ekki hefur verið hægt í aðildarlöndunum, að Danmörku undanskilinni, að heimfæra kostnaðinn yfir á kortanotendur. Heldur hafa þjónustugjöldin bitnað á öllum neytendum þar sem verslanir hafa neyðst til að velta þeim út í verðlagið. "Við viljum gera allt til þess að verja vöruverðið þannig að það sé sem minnst háð fjármögnunarhreyfingum viðkomandi fyrirtækis. Enda kom það fram í könnun, sem EuroCommerce stóð m.a. fyrir, að gjaldtaka bankanna og greiðslukortafyrirtækjanna fyrir þessa þjónustu er mjög há og hún er í sumum tilvikum hærri heldur en sem nemur hagnaði af viðskiptum með greiðslukort. EuroCommerce samtökin hvetja því til þess að skýrari reglur verði settar um þjónustugjöldin og þau gerð gegnsærri þannig að þau bitni ekki á þeim neytendum sem nota ekki greiðslukort."

Stefán segir að FÍS hafi lengi barist fyrir því að fyrirkomulagi um gjaldtöku þjónustugjalda verði breytt. "Við tókum meðal annars þátt í gerð tillögu að frumvarpi til laga um greiðslukortaviðskipti sem gerði ráð fyrir breytingu á gjaldtöku fyrir þessa þjónustu. Þetta frumvarp tók mið af þeim reglum sem gilda um þessi mál í Danmörku en þar eru þjónustugjöldin ekki sett út í verðlagið heldur þurfa korthafar að greiða þau þegar viðskipti með kortum eiga sér stað. FÍS kynnti ásamt fleiri samtökum tillöguna fyrir viðskiptaráðherra fyrir nokkrum árum en því miður bólar ekkert á viðbrögðum viðskiptaráðuneytisins. Gjaldtaka þjónustugjalda er mjög óeðlileg í ljósi þess að það eru bankarnir sem hafa mest hagræði af notkun greiðslukorta og okkur sýnist að þeir séu að taka mjög ríflega þóknun fyrir þá þjónustu sem veitt er. Nýlega lækkaði VISA þjónustugjöldin um eina krónu en við höfum ekki samið um neina breytingu á þjónustugjöldum enda viljum við ekki rjúafa samstöðu verslunarinnar í Evrópu sem fram kemur í kæru EuroCommerce samtakanna. Við fögnum að sjálfsögðu þessari lækkun á þjónustugjöldunum en því miður er þetta gjald enn allt of hátt," segir Stefán S. Guðjónsson.