Reynir hafði ekkiheppnina með sér Það sást strax á leik Reynismanna í Sandgerði, að þeir ætluðu að selja sig dýrt þegar þeir fengu FH-inga í heimsókn. Þeir börðust hetjulega og voru betri allan leikinn, en heppnin var ekki með þeim. Umdeild vítaspyrna var dæmd á Reynismenn á 60. mín.
Reynir hafði ekki heppnina með sér

Það sást strax á leik Reynis manna í Sandgerði, að þeir ætluðu að selja sig dýrt þegar þeir fengu FH-inga í heimsókn. Þeir börðust hetjulega og voru betri allan leikinn, en heppnin var ekki með þeim. Umdeild vítaspyrna var dæmd á Reynismenn á 60. mín., sem heimamenn mótmæltu og fékk markvörður þeirra, Sigurður Sigurðsson, að sjá gula spjaldið. Ármundur Haraldsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. Þess má geta að rétt áður var leikmaður Reynis felldur innan vítateigs FH, en brotið var fært út fyrir vítateig ­ Reynismenn fengu aðeins aukaspyrnu.

Heimamenn sóttu grimmt eftir markið, en FH-ingar vörðust og sóttu hratt þess á milli ­ Brynjar Þór Gestsson skoraði annað mark þeirra eftir skyndisókn á 83 mín. Tveimur mín. síðar skoraði Guðlaugur Rafnsson fyrir Reyni og síðan fengu FH-ingar aðra vítaspyrnu. Sigurður Sigurðsson varði þá spyrnu Ásmundar.

Björn

Blöndal

skrifar