BRESKIR fjölmiðlar halda áfram að velta fyrir sér hvort Karl prins og Díana ætli að ganga í hjónaband á nýjan leik. Um helgina greindi breska blaðið The Sunday Mirror frá því að Díana prinsessa og hjartaskurðlæknirinn Hasnat Kahn, sem er af pakistönsku bergi brotinn, hefðu trúlofast. Díana hefur þó borið þessar sögur til baka af miklum ákafa.

Eru Díana og Karl

á leið í hjónaband?

BRESKIR fjölmiðlar halda áfram að velta fyrir sér hvort Karl prins og Díana ætli að ganga í hjónaband á nýjan leik. Um helgina greindi breska blaðið The Sunday Mirror frá því að Díana prinsessa og hjartaskurðlæknirinn Hasnat Kahn, sem er af pakistönsku bergi brotinn, hefðu trúlofast. Díana hefur þó borið þessar sögur til baka af miklum ákafa. Í The Sunday Times var hins vegar greint frá því að líklegt þyki að Karl prins og Camilla Parker-Bowles séu á leið í hjónaband Það yrði þó svokallað morganískt hjónaband sem þýðir að hvorki Camilla né afkomendur hennar geta gert tilkall til krúnunnar og eigna Karls. Að sögn vina þeirra hjónaleysa er líklegt að þau láti verða af þessum áætlunum en heimildir segja einnig að drottningin sé ekki jafn sannfærð og þau um ágæti þessarar áætlunar.

KARL og Vilhjálmur sonur hans.