HJÁ Fasteignamarkaðnum eru nú til leigu nokkrar sumarhúsalóðir á skipulögðu, kjarrivöxnu svæði í Nesjaskógi í landi Nesja við Þingvallavatn. Hér er um að ræða stórar lóðir og að auki stórt sameiginlegt svæði til útivistar. Heimilt er að byggja þar sumarbústaði allt að 80 ferm. að stærð. "Þetta svæði er sannkölluð náttúrperla," sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðnum.
Sumarhúsalóðir við Þingvallavatn HJÁ Fasteignamarkaðnum eru nú til leigu nokkrar sumarhúsalóðir á skipulögðu, kjarrivöxnu svæði í Nesjaskógi í landi Nesja við Þingvallavatn. Hér er um að ræða stórar lóðir og að auki stórt sameiginlegt svæði til útivistar. Heimilt er að byggja þar sumarbústaði allt að 80 ferm. að stærð. "Þetta svæði er sannkölluð náttúrperla," sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðnum. "Svæðið er með útsýni yfir Þingvallavatn og nýtur aðgangs að vatninu. Þarna eru mjög góðir möguleikar til útivistar og gönguferða í nágrenninu. Birkikjarr er fyrir á svæðinu, enda birki mjög ákjósanleg tegund til trjáræktar þar svo og ýmsar víðitegundir. "Eftir því sem ég bezt veit, hafa nýjar sumarbústaðalóðir við Þingvallavatn ekki komið á markaðinn í langan tíma. Þá sjaldan sumarhús á þessu svæði koma í sölu, þá er eftirspurn eftir þeim afar mikil og þau fara á háu verði. Ekki leikur vafi á því, að það er staðurinn, sem dregur kaupendurna að." Lóðirnar eru frá 0,6-1,3 ha að stærð. Kaupendur greiða 750.000- 1.200.000 kr. í stofngjald eftir stærð og legu lóðanna og 40.000- 70.000 kr. í leigugjald á ári. Aðkoma að svæðinu er eftir Nesjavallavegi frá Geithálsi að Grafningsvegi.

LÓÐIRNAR eru á skipulögðu, kjarrivöxnu svæði í Nesjaskógi í landi Nesja við Þingvallavatn. Heimilt er að byggja þar sumarbústaði allt að 80 ferm. að stærð. Lóðirnar eru til leigu hjá Fasteignamarkaðnum.