STJÓRN Tónlistarfélags Akureyrar hefur tekið ákvörðun um að hinn nýji flygill Akureyringa sem kenndur er við Ingimar Eydal verði staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Stjórnin vill taka fram að eins og málum er nú háttað á Akureyri er ekkert hús í bænum sem hentar fullkomlega flyglinum og því tónleikahaldi sem tilkoma hans býður uppá.
Nýr flygill

Akureyringa Staðsettur í Safnaðarheimil Akureyrarkirkju

STJÓRN Tónlistarfélags Akureyrar hefur tekið ákvörðun um að hinn nýji flygill Akureyringa sem kenndur er við Ingimar Eydal verði staðsettur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.

Stjórnin vill taka fram að eins og málum er nú háttað á Akureyri er ekkert hús í bænum sem hentar fullkomlega flyglinum og því tónleikahaldi sem tilkoma hans býður uppá. Þegar öll atriði varðandi staðsetningu flygilsins og sá kostnaður sem af geymslu hans og rekstri fylgir hafa verið mæld og vegin, hefur stjórnin komist að þeirri niðurstöðu að tónlistarlífi bæjarbúa best borgið með því að staðsetja flygilinn í safnaðarheimilinu.