VÍSITALA byggingarkostnaðar tók mikið stökk upp á við í maímánuði, er hún hækkaði um 1,9%, sem jafngildir 25,6% á ársgrundvelli. Hækkun þessi stafaði að langmestu leyti af því, að taxtahækkanir iðnaðarmanna í 6 mánuði voru metnar inn í byggingarvísitöluna. Í júní hækkaði byggingarvísitalan aftur á móti aðeins um 0,2%. Sl.
Vísitölur byggingar- kostnaðar og húsa- leigu hækka VÍSITALA byggingarkostnaðar tók mikið stökk upp á við í maímánuði, er hún hækkaði um 1,9%, sem jafngildir 25,6% á ársgrundvelli. Hækkun þessi stafaði að langmestu leyti af því, að taxtahækkanir iðnaðarmanna í 6 mánuði voru metnar inn í byggingarvísitöluna.

Í júní hækkaði byggingarvísitalan aftur á móti aðeins um 0,2%. Sl. tólf mánuði hefur þessi vísitala hækkað um 6,5% en undanfarna þrjá mánuði um 2,1%. Það jafngildir 8,7% verðbólgu á ári.

Þá hækkar húsaleiguvísitalan um 5,5% um þessi mánaðamót. Breytingar á þessum vísitölum skipta máli fyrir marga. Þannig er húsaleiga fyrir atvinnuhúsnæði oftast bundin byggingarvísitölu og húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði fylgir húsaleiguvísitölunni.

Þessar vísitölur eru reiknaðar út á mismunandi hátt. Byggingarvísitalan er samsett af kostnaðarþáttum nýbygginga en húsaleiguvísitalan fer hins vegar eftir breytingum á launum. Hækkanir á henni má rekja til þeirra launahækkana, sem urðu í kjölfar kjarasamninganna í vor. Af þessum sökum hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og það atvinnuhúsnæði, sem fylgir húsaleiguvísitölunni, um 5,5% frá og með deginum í dag og helzt þannig næstu tvo mánuði. Búast má við, að húsaleiguvísitalan hækki aftur í haust, því að framundan eru kjarasamningar nokkurra stétta. Sú hækkun verður þó sennilega mun minni en nú. Þegar nýir leigusamningar um atvinnuhúsnæði eru gerðir eða eldri samningar endurskoðaðir, ræður verðlagsþróunin hins vegar ekki öllu um leigugrundvöllinn. Breytingar á framboði og eftirspurn á húsnæði skipta þar einnig máli.

Töluvert offramboð hefur verið á atvinnuhúsnæði um árabil. Að undanförnu hefur hins vegar dregið úr því með meiri eftirspurn. Það gæti vel orðið til þess að leigugrundvöllurinn hækkaði.