SMÍÐI á kynningar- og mötuneytishúsi Hitaveitu Suðurnesja gengur samkvæmt áætlun og er nú farið að gnæfa upp úr hrauninu. Fyrsta áfangi verksins var tafsöm vinna við sérstaklega hannaðan kjallara í hraunsprungu sem á að vera sýningarsalur í framtíðinni.
Hitaveita Suðurnesja byggir sérstætt hús Grindavík

SMÍÐI á kynningar- og mötuneytishúsi Hitaveitu Suðurnesja gengur samkvæmt áætlun og er nú farið að gnæfa upp úr hrauninu. Fyrsta áfangi verksins var tafsöm vinna við sérstaklega hannaðan kjallara í hraunsprungu sem á að vera sýningarsalur í framtíðinni.

Húsið er allsérstakt í hönnun og mun falla skemmtilega að umhverfinu en verður fyrir vikið seinlegra í byggingu. Það er Hjalti Guðmundsson byggingarmeistari í Keflavík sem byggir húsið en samkvæmt áætlun í útboðsgögnum á uppsteypu hússins að vera lokið 1. júlí, utanhúsfrágangur 1. september og verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi.

Morgunblaðið/Kristinn Ben. SMÍÐI hússins gengur samkvæmt áætlun og nú er það farið að gnæfa upp úr hrauninu.