Brasilíumenn tryggðu sér á sunnudagskvöld sigur í Suður- Ameríkukeppninni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Bólivíu að velli í úrslitaleik keppninnar, 3:1. Brasilíumenn komust yfir með marki frá Edmundo í fyrri hálfleik en Erwin Sanchez jafnaði metin skömmu síðar. Brasilíumenn voru slakir og voru heppnir að fá ekki á sig mark, eða mörk.
KNATTSPYRNA Brasilíumenn meistarar Brasilíumenn tryggðu sér á sunnudagskvöld sigur í Suður- Ameríkukeppninni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Bólivíu að velli í úrslitaleik keppninnar, 3:1.

Brasilíumenn komust yfir með marki frá Edmundo í fyrri hálfleik en Erwin Sanchez jafnaði metin skömmu síðar.

Brasilíumenn voru slakir og voru heppnir að fá ekki á sig mark, eða mörk. Ronaldo, sem varla hafði snert knöttinn allan leikinn, náði að koma Brasilíu yfir á ný á 79. mínútu með fallegu marki.

Ze Roberto gulltryggði síðan sigur heimsmeistaranna með marki á síðustu mínútu leiksins og fögnuðu Brassarnir því fimmta sigri sínum frá upphafi í Suður-Ameríkukeppninni ­ þeim fyrsta utan Brasilíu.

Á laugardag sigruðu Mexíkóbúar Perúmenn, 1:0, í leik um 3. sætið og var það hinn sókndjarfi Luis Hernandez, sem tryggði Mexíkóbúunum bronsið.